Fara í efni

Kvenréttindadagurinn / Icelandic Women's Rights Day

Við óskum íslenskum konum til hamingju með kvenréttindadaginn 😊 Á þessum degi fyrir 108 árum, nánar tiltekið þann 19. júní 1915, undirritaði Kristján X. konungur lög um breytingu á stjórnarskrá Íslands sem m.a. færðu konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis. Fimm árum síðar eða árið 1920, hlutu konur kosningarétt til jafns við karla.
/
Today is the Icelandic Women's Rights Day, but on this day 108 years ago, specifically on June 19th 1915, King Christan X of Denmark signed a law amending the Icelandic constitution which, among other things, gave women aged 40 and over the right to vote in Alþingi. Five years later, women gained the right to vote on an equal footing with men.