Fara í efni

Góðir styrkir

Byggðasafn Skagfirðinga þakkar Menningarsjóði KS og Menningarráði Norðurlands vestra fyrir styrki þá sem safnið hefur hlotið frá þeim á undanförnum dögum. Menningarsjóður KS styrkti safnið um 200 þús. kr. vegna kostnaðar við uppsetningu kljásteinavefstaða og kennslu vefnaðar í þeim.

Menningarráð Norðurlands vestra styrkti safnið til uppsetningu sýningar í Minjahúsinu um 500 þús. kr. og um 400 þús. kr. til byggðasögurannsókna. Menningarráðið styrkti einnig vefnaðarnámskeið Fornverkaskólans sem safnið heldur utan um.