Fara í efni

Góðir gestir

Starfsmenn safnsins hafa nú (þann 27.okt.) tekið á móti samtals 57.705 gestum. Þar af komu 8.391 í Víðimýrarkirkju, 4.507 í Minjahúsið og 44.807 í gamla bæinn í Glaumbæ. I fyrra voru gestir safnsins samtals 42.498, þar af 2.284 í Minjahúsinu. Um töluverða fjölgun er að ræða á milli ára í Glaumbæ og Minjahúsinu. Þar skiptir verulegu máli að við höfðum frítt inn á sýningarnar í Minjahúsinu í sumar. Gestir Víðimýrarkirkju voru nánast á pari við síðasta sumar. Lítið eitt færri en árið er ekki alveg búið og nokkrir hópar eru bókaðir fram að áramótum. Bæði þar og í Glaumbæ.

Það má með sanni segja að sumarið hafi verið annasamt hjá þeim 11 safn- og staðarvörðum sem voru í safngæslu og móttöku gesta. Fyrir utan þá staðreynd að stór hluti þess mannfjölda sem heimsækir Glaumbæ og Víðimýri kaupir sig ekki inn í bæ og kirkju en vilja taka myndir og njóta aðstöðunnar og alls þess sem þessir mögnuðu staðir bjóða upp á. 

Safnið hefur lánað muni á sýningar Vesturfarsetursins og Söguseturs íslenska hestsins og þar hafa um níu þúsund manns skoðað sýningar á þessu ári, eða átta þúsund á Hofsósi og eitt þúsund á Hólum.