Fara í efni

Góð heimsókn frá samstarfsaðilum / A wonderful visit from our project partners

🇮🇸 / 🇬🇧
Dagana 4.-8. maí fengum við góða heimsókn frá samstarfsaðilum okkar í NORA verkefninu "Viking Networks & Young Adults". Um er að ræða samstarf milli Byggðasafns Skagfirðinga, Lofotr Viking Museum í Noregi, Kyle & Lochalsh Community Trust í Skotlandi og Kujataa UNESCO World Heritage, Norse and Inuit Farming at the Edge of the Ice Cap í Grænlandi.
 
Í heimsókninni var lögð áhersla á torfarfinn og sjálfbæra ferðamennsku. Á föstudeginum heimsóttum við Tyrfingsstaði þar sem við fengum frábærar móttökur frá Stínu og Sigga að vanda. Helgi Sig hjá Fornverk ehf. sýndi okkur handtökin í torfristu og gestirnir fengu að spreyta sig líka. Gamli bærinn í Glaumbæ og Víðimýrarkirkja voru að sjálfsögðu skoðuð og í framhaldinu stíf fundarhöld á skrifstofum Byggðasafnsins. Á laugardeginum voru áframhaldandi fundarhöld og síðdegis kíktum við á Hóla í Hjaltadal þar sem Dr. Guðný Zoëga lektor hjá ferðamáladeild Háskólans á Hólum og sr. Gísli Gunnarsson Hólabiskup veittu okkur góðar móttökur og fræddu okkur um starfsemi háskólans, rannsóknir og sögu staðarins. Einnig sóttum við Kakalaskáli heim og kynntumst sögu Haugsnesbardaga í þaula og áttum þar góða kvöldstund. Á sunnudeginum heimsóttum við síðan Evelyn og Svein á Lýtingsstaðir þar sem við fengum að kynnast íslenska hestinum og fjárhundinum ásamt torfhúsunum sem þar standa en þau mynda með Glaumbæ og Víðimýrarkirkju flotta heildaryfirsýn yfir íslenska torfhúsaarfinn; bær, kirkja og peningshús. Þá kíktum við á sýningu 1238 : The Battle Of Iceland á Sauðárkróki sem vakti lukku.
 
Við viljum þakka öllum sem tóku á móti okkur kærlega fyrir frábærar móttökur, gestirnir voru himinlifandi með allt saman og ljóst að allir fóru margs fróðari heim aftur. Þá viljum við þakka gestum okkar fyrir frábær kynni en það er ótrúlega gefandi þegar starfsfólk menningarstofnanna í mismunandi löndum kemur saman til að ræða sameiginlegar áskoranir og vinna í sameiningu að lausnum á þeim. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og erum spennt fyrir þeim möguleikum sem þetta samstarf mun opna fyrir okkur öll. Að lokum verður auðvitað að þakka NORA fyrir styrkinn sem leiddi okkur öll saman og gerir þetta samstarf kleift.
 
⚜️ ⚜️ ⚜️
On the 4th-8th of May, we had a wonderful visit from our partners in the NORA project "Viking Networks & Young Adults". It is a collaboration between the Skagafjörður Heritage Museum in Iceland, the Lofotr Viking Museum in Norway, Kyle & Lochalsh Community Trust in Scotland, and Kujataa UNESCO World Heritage, Norse and Inuit Farming at the Edge of the Ice Cap in Greenland.
 
During the visit, the focus was the turf heritage and sustainable tourism. On Friday, we visited Tyrfingsstaðir, a farm with several turf houses, where we received a warm welcome from the farmers, Stína and Siggi. Helgi Sig at Fornverk ehf. gave us a practical demonstration on how to cut turf and the guests got to try their hand at it as well. Then we of course took a tour of our turf farm in Glaumbær, and Víðimýri Turf Church, followed by a meeting at the museum's office. On Saturday we held a second meeting, and in the afternoon we visited Hólar in Hjaltadalur, where Dr. Guðný Zoëga, assistant professor at Hólar University's tourism department, and Rev. Gísli the bishop at Hólar, informed us about the university's activities, research and the history of Hólar. We also visited Kakalaskáli and learned about the history of the Haugsnes battle. On Sunday, we visited Evelyn and Sveinn at Lýtingsstaðir, where we got to know the Icelandic horse and sheepdog and hear about their turf houses. Lastly, we had a fun visit to "1238 The Battle of Iceland" in Sauðárkrókur.
 
We would like to express our appreciation to all those who welcomed us. Our guests were delighted with everything, and we believe they gained valuable knowledge and fresh insights to take back home with them. We would also like to thank our guests for a great time, it is incredibly rewarding when the staff of cultural institutions in different countries can come together to discuss common challenges and work together to find solutions to them. We eagerly anticipate ongoing collaboration and the endless possibilities that this partnership holds for all of us. Last but not least, we are indebted to NORA for their generous funding, which made this collaboration a reality.