Fara í efni

Auglýsum eftir Verkefnastjóra matarupplifunar!

Byggðasafn Skagfirðinga auglýsir eftir Verkefnastjóra matarupplifunar!

Starfið felur í sér að hafa yfirumsjón með eldhúsi, sjá um matseld og bakstur. Sjá um að skipuleggja matseðla í samráði við safnstjóra og annast innkaup á hráefni og áhöldum.

Þróa og skipuleggja matartengda menningarviðburði í samstarfi við safnstjóra og taka virkan þátt í stefnumótun á veitingaþjónustunni, sem og veitingaúrvali.

Krafa er um mikla reynslu og þekkingu á sviðinu. Æskilegt er að viðkomandi sé bæði skapandi og hugmyndaríkur og brenni fyrir matarmenningu fortíðar og þarf að vera fær um að miðla því til safngesta. Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum sem og skipulagshæfni. Gott vald á íslensku og ensku er nauðsynlegt, fleiri tungumál eru kostur.

Tímabil: 1. maí - 31. ágúst 2021 eða eftir samkomulagi. Starfshlutfall: 50-80%, eftir samkomulagi.

Nánari upplýsingar má finna hér.