Fara í efni

Alþjóðlegi safnadagurinn 18. maí

Byggðasafn Skagfirðinga býður gesti velkomna í Glaumbæ á alþjóðlega safnadeginum 18. maí, frá kl. 10 - 16. Í tilefni dagsins verður frítt að koma á safnið og í boði verður að spreyta sig á Byggðasafnsbingóinu. Þema Alþjóðlega safnadagsins árið 2023 er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“. Torfhús og lifnaðarhættir fyrri alda eru glimrandi gott dæmi um sjálfbæra lifnaðarhætti og safnverðirnir okkar verða á staðnum til að fræða áhugasama.