Fara í efni

Afmælishátíð Byggðasafnsins / The museum's anniversary

Dagskrá.
Dagskrá.

Það styttist í afmælishátíðina og við erum að verða afar spennt! Safnsvæðið verður fullt af fjöri og skemmtun fyrir allan aldur frá kl. 14:00 - 17:00.

Smáframleiðendur verða með gómsætar veitingar og býðst ungum gestum að fara á hestbak á hestum frá Syðra-Skörðugili. Prúðbúnar Pilsaþytskonur verða á svæðinu, Margrét á Mælifellsá spinnur úr hrosshári við kveðskap Hilmu Bakken í Kvæðamannafélaginu Gná. Helgi Sigurðsson sýnir handtök við torfhleðslu, Bjössi Sighvatz, Jón Egill og Guðmundur Stefán sýna eldsmíði og eigendur íslenskra fjárhunda verða með okkur.

Kl. 15:00 - 15:30 mun Dansfélagið Vefarinn stíga á stokk og taka nokkra dansa.
Kl. 16:00 - 16:20 kemur Skagfirski kammerkórinn og syngur fyrir okkur.

Þrjár nýjar sýningaropnanir:

  • Byggðasafn Skagfirðinga í 75 ár – afmælissýning í Áshúsi
  • Hér stóð bær – Skráning Byggðasafnsins á skagfirskum torfhúsum í Gilsstofu
  • Saga Gilsstofunnar og Briemsstofa

Þetta og fleira á afmælishátíðinni. Komið og eigið skemmtilegan sumardag með okkur! Hlökkum til að sjá ykkur í Glaumbæ!

Aðgangur ókeypis fyrir alla safngesti á meðan á viðburðinum stendur.

Viðburðurinn er styrktur af safnasjóði.


English:

The 75th anniversary of the museum is coming up and we are getting very excited! The museum area will be full of fun activities, that honour our local heritage, for all to enjoy between 14:00 - 17:00.

Local farmers will offer delicious refreshments and sell their products. Young guest will be able to go horseback riding on horses from Syðra-Skörðugil. Women from Pylsaþytur will dress up in Icelandic traditional costumes, Margrét from Mælifellsá will demonstrate old handcraft techniques with horsehair and Hilma in Kvæðamannafélagið Gná will chant some traditional Icelandic verses. Helgi Sigurðsson will show turf building techniques, and Bjössi Sighvatz, Jón Egill and Guðmundur Stefán will demonstrate iron forging. Owners of Icelandic sheepdogs will also bring their beautiful dogs with them.

15:00 - 15:30 - Dansfélagið Vefarinn will show us traditional dances.
16:00 - 16:20 - Skagfirski Kammerkórinn will perform some songs.

Three new exhibitions will open:

  • Skagafjörður Heritage Museum for 75 years - anniversary exhibition in Áshús
  • Here was a farm - registration of turf houses in Skagafjörður in Gilsstofa
  • The history of Gilsstofa and Briemsstofa

We look forward to seeing you in Glaumbær!

Entrance to the museum is free of charge during the event.

 

Viðburðurinn á Facebook/The event on Facebook.