Fara í efni

Forláta rúmfjöl / An interesting bed board

Á dögunum barst safninu forláta rúmfjöl sem tilheyrði Ingrid Hansen sem dvaldi hjá Popp fjölskyldunni á árunum 1905-1912. Gefendur voru systurnar Lisbeth Herbert Møller og Birgitte Herbert Nielsen. Fjölin virðist vera handverk Bólu-Hjálmars en hún er keimlík annarri fjöl frá sama ári, sem engin vafi er á að hann hafi gert samkvæmt umfjöllun í bók Kristjáns Eldjárns: „Hagleiksverk Hjálmars í Bólu“.
Í báðar fjalirnar er skorið „Ano“ vinstra megin, „ihsu“ fyrir miðju og ártalið „1845“ til hægri. Kristján útskýrir skammstöfunina „ihsu“ og talar um að fyrstu þrír stafirnir tákni almennt Kristsmerkið, skammstafanir fyrir „Iesus Hominum Salvator“, en síðasti stafurinn „u“ af höfðaletursgerð setur strik í reikninginn og veldur vangaveltum. Tilgátan Kristjáns var að þar sem Hjálmar hafði áhuga á latínu og fiktaði ögn við hana, sé hugsanlegt að um sé að ræða það „ihs“ sem oft var (ranglega) talið standa fyrir „in hoc signo“, fyrstu þrjú orðin af fjórum í letri því sem birtist Konstantín keisara á krossmarki á himni árið 313. Síðasti stafurinn gæti þannig staðið fyrir fjórða orðið „vinces“ þar sem ekki er gerður greinarmunur á „u“ og „v“ í höfðaletri og allt letrið þá: „In hoc signo vinces“ eða „Undir þessu merki muntu sigra“.
Rúmfjalir eru gjarnan með fegurstu gripunum eftir Bólu-Hjálmar og virðast þær ásamt kistlum hafa verið eftirlætissmíðsgripir hans en hann skar einnig út í rúmbríkur, prjónastokka, smástokka, snældustóla og skápa svo vitað sé.
Fleiri myndir má sjá hér.
/
Recently, the museum received a bed board that belonged to Ingrid Hansen, who stayed with the Popp family in the years 1905-1912. The donors were the sisters Lisbeth Herbert Møller and Birgitte Herbert Nielsen. The bed board seems to be Bóla-Hjálmar's work, as it is remarkably similar to another bed board from the same year, which there is no doubt that he made and which is covered in Kristján Eldjárn's book: "Hagleiksverk Hjálmars í Bólu".
Both bed boards are engraved with "Ano" on the left, "ihsu" in the middle and the year "1845" on the right. Kristján explains the abbreviation "ihsu" and says that the first three letters generally represent the sign of Christ, abbreviations for "Iesus Hominum Salvator", but the last letter "u" in a special writing called „höfðaletur“ causes speculation. Kristján's hypothesis was that since Hjálmar was interested in Latin and tinkered a bit with it, it is possible that it is the "ihs" that was often (mistakenly) thought to stand for "in hoc signo", the first three words out of four in a sentence which appeared to Emperor Constantine on the sign of the cross in the sky in 313. The last letter could thus stand for the fourth word "vinces" since there is no distinction between "u" and "v" in the „höfðaletur“ style of writing, and the whole sentence would then be: "In hoc signo vinces" or "Under this sign you will conquer".
Bed boards are often among the most beautiful handiworks by Bólu-Hjálmar, and they seem to have been his favorite handiwork along with small chests, he also carved bedsides, knitting needle boxes, spool racks, and cabinets, as far as is known.
More pictures can be seen here.