Fara í efni

17 sortir þann 17. júní - hæ, hó, jibbí, jei!

Í tilefni 17. júní verður kaffihlaðborð í Áshúsi kl. 12-16 þar sem verða í boði 17 sortir af bakkelsi til að gæða sér á .
Kaffihlaðborð með kaffi/te er á 3000 kr, þá má einnig kaupa bakkelsið í stykkjatali.
Frír aðgangur er á safnsvæðið fyrir þau sem mæta í íslenskum þjóðbúning.
Minnum fólk á ársmiðana, en með þeim þarf aðeins að greiða aðgangseyrinn að safnsvæðinu í eitt skipti og gildir miðinn þá í heilt ár upp frá því og þá er hægt að koma eins oft og hugurinn girnist til að njóta góðgætisins í Áshúsinu og kíkja á sýningar safnsins.