Fréttir

Sameiginlegt tákn safnanna í Skagafirði

Byggðasafn Skagfirðinga, Héraðsbókasafn Skagfirðinga, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Listasafn Skagfirðinga tóku sig saman og létu hanna fyrir sig nýtt auðkenni safnanna. Nýtt og sameiginlegt auðkenni er tákn um vilja safnanna til aukins samstarfs sín á milli, sem öll sinna skagfirskum menningararfi.
Lesa meira

Breyttur opnunartími 1. september/Notice of change in Opening Hours September 1st

Við vekjum athygli á breyttum opnunartíma sem tekur gildi á morgun, 1. september. Please note that from September 1st the opening hours of the museum will change.
Lesa meira

Vegna COVID-19

Safnið verður áfram opið eins og vanalega en við fellum niður daglegar leiðsagnir og leiki á laugardögum næstu tvær vikurnar hið minnsta. Gestir eru minntir á að virða 2 metra regluna og allir sameiginlegir snertifletir verða sótthreinsaðir reglulega. Við hvetjum safngesti okkar, sem og landsmenn alla, að hafa það hugfast að við erum öll almannavarnir.
Lesa meira

Góð heimsókn í Glaumbæ

Frábært var að fá Nathalie Jacqueminet, sérfræðing í forvörslu og safnafræðing, til ráðgjafar í Byggðasafninu í tæpar tvær vikur núna í júlí.
Lesa meira

„Söfn fyrir jafnrétti: Fjölbreytni og þátttaka allra 2020“

Í dag er Alþjóðlegi safnadagurinn og vegna Covid19 er honum fagnað á söfnum með stafrænum lausnum um heim allan. Að þessu sinni vilja söfnin vekja athygli á jafnrétti og fagna fjölbreytileikanum með yfirskriftinni „Söfn eru jöfn: Fjölbreytni og þátttaka allra“ (e. Museums for Equality: Diversity and Inclusion) en höfuðatriði samfélagslegs gildis safna er möguleikinn á því að bjóða fólki af ólíkum uppruna og með ólíkan bakgrunn að upplifa einstaka hluti. Það er gert til dæmis með því að vekja máls á ýmsum ójöfnuði, getur tekið til margra atriða; til dæmis þjóðernis, kyns, kynhneigðar og kynvitundar, félagslegs bakgrunns, menntunarstigs, líkamlegrar getu, stjórnmálaskoðana og trúarbragða.
Lesa meira

Glaumbær  |  561 Varmahlíð  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is