Fara í efni

Styrkir úr safnasjóði

Mynd: Leifur Wilberg Orrason
Mynd: Leifur Wilberg Orrason
Úthlutun úr safnasjóði fór fram í Safnahúsinu við hátíðlega athöfn þann 23. janúar 2024 að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölumyggðasafn Skagfirðinga hlaut alls 5.150.000 króna styrk úr Safnasjóði. 
 
Þessi upphæð samanstendur af styrkjum til nokkurra verkefna:
 
⚜️ 1.500.000 kr - Safn og samfélag
⚜️ 1.500.000 kr - Úrbætur varðveisluskilyrða safngripa á grunnsýningunni í Glaumbæ
⚜️ 1.250.000 kr - Heildaryfirsýn yfir safnkost
⚜️ 300.000 kr - Varðveisla handverksþekkingar: torfhleðslunámskeið í Skagafirði
⚜️ 300.000 kr. - Stafræn miðlun og fræðsla
⚜️ 300.000 kr - Farskóli FÍSOS 2024
 
Þessir styrkir munu koma sér afar vel og hjálpa til við að efla starfsemi safnsins. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn!