Brúđan hennar Sissu

Brúđu (BSk.1993-3/1523) ţessa gaf Sigríđur Hjálmarsdóttir (f. 1918) frá Tungu í Stíflu safninu. Sigríđur eđa Sissa eins og hún var alltaf kölluđ bjó í Viđvík, á Sauđárkróki og víđar. Brúđan sem er um 40 cm há er einstaklega falleg og búningurinn vel unninn. Hann er saumađur um 1970 af Sigríđi Jónsdóttur systurdóttur Sissu. Sigríđur var hannyrđakennari og mikil saumakona. Um skeiđ var hún ţekkt sem konan sem saumađi prestakragana.

Búningurinn samanstendur af: svörtum prjónuđum hnésokkum, svörtum hvítbrydduđum spariskóm úr sauđskinni. Svörtu pilsi úr glansandi efni. Svuntan er köflótt, blá, svört og rauđ úr bómullarefni, hneppt ađ aftan međ skrautlegum hnappi. Treyjan er svört úr „jersey"-efni, hneppt međ litlum tölum. Hyrnan er prjónuđ međ garđaprjóni úr grárri og hvítri ull. Skotthúfan er úr ullarefni og skúfurinn úr glansandi svörtu bómullargarni. Hólkurinn er afar lítill um 2,2 cm langur og miklu eldri en búningurinn. Hann er úr silfri og var áđur í eigu Sigríđar Guđvarđardóttur, Móafelli í Stíflu (d. 1955). Brúđan er til sýnis í Áshúsi.

Međ brúđunni á myndinni er jólasveinn sem keyptur var í kaupfélaginu í kring um 1970.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is