Rúmfjöl frá Bólu-Hjálmari

Rúmfjöl (BSk.75) frá 1829. Á hana er skráđ međ höfđaletri: hialmar arnason a arid 1829 a. Síđasti stafurinn er ráđgáta. Hjálmar Árnason ţessi átti heima í Bakkakoti í Vestur­dal.

Rúmfjalir voru hafđar framn viđ rúmföt og fólk í rúmum bađstofunnar á nóttunni. Yfir daginn var rúmfjölin upp viđ ţil nema ef ţurfti ađ nota hana (bakhliđina) til ađ vinna á eđa borđa af og var hún ţá höfđ á hnjánum.

Hjálmar í Bakkakoti dó áriđ 1868. Bólu-Hjálmar, sem kenndur var viđ Bólu í Blönduhlíđ og skar út ţessa rúmfjöl minnt­ist ţessa nafna síns svo: 

Burt er Hjálmar frá Bakkakoti
bóndi reyndur af sannri dyggđ
međ hreinlynda sál í hyggju sloti
hann mér stađfasta sýndi tryggđ
og hélt henni fram til dauđadags,
dró mér ţá sorga ský upp strax.

Hjálmar var einn af ţeim sjálflćrđu hagleiksmönnum, sem gaf ţjóđinni handverk sitt í arf. Hjálmar fćddist á Hallandi á Sval­barđsströnd viđ Eyjafjörđ áriđ 1796. Hann var óskilgetiđ barn vinnuhjúa og var komiđ í fóstur hjá góđri konu í sömu sveit, sem hann dvaldi hjá til 14 ára aldurs. Ţá var hann sendur til ađ vinna fyrir sér og hrakninga­sagan hófst. Hann fór í vinnu­mennsku bć af bć og endađi vestur í Skagafirđi, ţar sem hann giftist frćnku sinni Guđnýju Ólafsdóttur áriđ 1822. Ţau hófu búskap á Bakka í Öxnadal sama ár en fluttu ţađan 1824 ađ Nýa­bć í Austur­dal, góđri jörđ og búnađist ţeim vel, ţrátt fyrir ofríki nágrannanna. Áriđ 1829 hröktust ţau burtu úr Austur­dal í Uppsali í Blönduhlíđ, ţar sem ţau bjuggu til 1835. Ţá byggđu ţau upp eyđibýliđ Bólu í landi Uppsala. Ţar hok­ruđu ţau til 1843 er ţau fluttu ađ Minni-Ökrum. Áriđ 1845 dó Guđný, en Hjálmar bjó ţar til 1871. Frá 1871-1873 bjó hann í Grundar­gerđi ásamt Guđrúnu dóttur sinni, en gafst upp er hon­um var bođiđ ađ flytja úr Akra­hreppi yfir ađ Starrastöđum í Lýtingsstađa­hreppi ţar sem hann dvaldi til vors 1875. Ţá fékk hann inni í beitarhúsum frá Brekku. Ţar andađist hann 25. júlí 1875. Hjálmar var jarđađur ađ Miklabć í Akrahreppi. Saga Hjálmars er saga hins snauđa íslenska kotbónda, sem háđi ćvi­langt návígi viđ fátćkt og skort. Ţađ sem skilur hann frá öđr­um kot­bćndum eru óvenjulegar gáfur, sem öfluđu honum bćđi vona og óvildarmanna. Ţćr fćrđu honum oft björg í bú og hér eru nokkrar fallega útskornar fjalir til vitnis um hagleik hans. Hjálmar var einn síđasti skurđ­lista­mađurinn sem skar út ađ íslenskri hefđ. Honum var margt fleira til lista lagt. Hann var listaskrifari, fróđur og minn­ug­ur, góđur kvćđa­mađur og ţótti hafa merkilega frá­sagnar­gáfu og var ţví eftirsóttur á mannamótum. Hann hafđi afburđa vald á íslenskri tungu, en fjölyrti hvorki um ţađ né annađ. Ţó tćpir hann á ţví í vísunni: 

Handverki venst ég helst ónýtu 
horfi í blöđ og tálga spýtu 
rispa međ penna og raula stef.

Í Syrpu frá 1852 er kvćđi sem hann kallađi Raupsaldurinn, sem hann ćtlađi ađ hafa „til gamans í ellinni til ađ hlćja ađ". Ţar segir hann í stuttu máli í hvađ tími hans hefur mest fariđ í tilvistinni: 

Tegldi ég forđum tré međ egg
teygđi járn og skírđi.
Fjölnis brúđar skóf af skegg
skeiđ í vatni skýrđi.

Tćtti ég ull og bjó úr band
beitti hjörđ um vetur 
heitum kopar hellti í sand 
hjó á fjalir letur. 

Hjálmar dó bláfátćkur ţrátt fyrir hagleik sinn en hann gaf ţjóđinni ómetanlegan arf eftir sig.

Rúmfjölin er til sýnis á Áshúsloftinu.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is