Stígandastafurinn

Göngustafur (BSk.1996:2-1882) feđganna Jóns Péturssonar (1867-1946) og Pálma Hannesar Jónssonar (1902-1992) er merkilegur gripur. Á handfangiđ, sem er úr rostungstönn, er útskorin hestmynd. Á haldinu eru stafirnir JP og á gylltum málmhólk stendur: Jón Pálmason 1867, 3. júlí 1937. Frá dćtrunum fimm og sonunum sjö. Aftan á handfangi stendur: 1937 og RJ, sem stendur fyrir listamanninn Ríkharđ Jónsson, sem skar handfangiđ.

Stafurinn var upphaflega í eigu Jóns Péturssonar (1867-1946) bónda á Nautabúi. Kona Jóns var Sólveig Eggertsdóttir (1869-1946). Stafinn fékk Jón á sjötugsafmćlinu. Hestmyndin er af glćsihestinum og gćđingnum Stíganda sem ógleymanlegur öllum sem höfđu orđiđ á vegi hans. Stígandi var undan grárri hryssu á Hofsstöđum, áriđ 1911. Hann var taminn fimm vetra og var rólegur fyrsta áriđ en sjö vetra gamall var hann orđinn svo viljugur ađ hann var ađeins fyrir fullvana reiđmenn. Hann var sjálfráđur en ţegar „saman fór vilji hans og húsbóndans lagđi hann fram meiri kosti en flestir hestar samtíđa“ (Stígandi (1995), bls. 163). Um Stíganda orti Jón:

Úr Stíganda togar taum
tökum handar lćstum,
er á landi og í straum,
óstöđvandi nćstum.

Tölt og brokkiđ tekur nett
trauđla í vatni sekkur.
Skeiđar bćđi skarpt og létt
skilar ţegar stekkur.

Pálmi Jónsson var fćddur á Nautabúi í Skagafirđi og kenndi sig gjarnan viđ ţann bć. Hann hafđi Stíganda um tíma hjá sér í Reykjavík og keppti á honum á skeiđkappreiđum hestamannafélagsins Fák. Um Stíganda orti Pálmi:
Ţegar Gráni gljána flaug
gleđin leysti dróma -
ég var sćll frá innstu taug
út í fingurgóma.

Stígandi var felldur 21 vetra gamall á Skiphóli og heygđur ţar. Skiphóll er skammt fyrir norđan Vindheimamela. Hestamannafélagiđ Stígandi sem stofnađ var áriđ 1945 er nefnt eftir ţessum eftirminnilega hvíta hesti og hófatökin hans. Flestir Skagfirđingar, sem einu sinni höfđu séđ hann, geymdu hann í minni sínu löngu eftir ađ hann var felldur. 

Systurnar Sólveig, Elín og Helga Pálmadćtur og gáfu stafinn til Byggđasafns Skagfirđinga. Hann verđur til sýnis í Minjahúsinu á Sauđárkróki fram á sumar 2012.

Stafurinn er til sýnis í Gusu, sem er ein af húsunum í gamla bćnum í Glaumbć.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is