Nú eru bæði námskeið Fornverkaskólans þetta árið orðin full. Við vekjum athygli á að hægt er að skrá sig á biðlista fyrir næstu námskeið á heimasíðu safnsins.
Opnað hefur verið fyrir skráningar á námskeið hjá Fornverkaskólanum. Um er að ræða námskeið í grindarsmíði á Tyrfingsstöðum 27. til 29. ágúst og námskeið í torfhleðslu á Minni-Ökrum 30. ágúst til 1. september.
Um er að ræða umhirðu á lóð safnsins í Glaumbæ, kirkjugarð og nánasta umhverfi. Lóðin er rúmur hektari að stærð. Slá þarf svæðið í heild sinni aðra hvora viku til að halda því snyrtilegu, alls um sex skipti yfir sumarið.