Myndin hennar Moniku

Monika S. Helgadóttir (1901-1988) settist ađ á Merkigili í Austurdal í Skagafirđi ásamt manni sínum Jóhannesi Bjarnasyni áriđ 1932. Jóhannes lést áriđ 1944 og eftir andlát hans stóđ hún ein eftir međ átta börn, sjö dćtur og einn son. Ţrjár elstu dćturnar voru fermdar en yngsta barniđ, sem var nokkurra vikna gamalt, var skírt viđ kistu föđur síns. Getur hver sett sig í hennar spor međ barnahópinn en enginn í ţćr ađstćđur sem hún bjó viđ innan húss sem utan. Áriđ 1949 réđst hún í ţađ stórvirki ađ byggja nýtt hús úr steinsteypu, sem enn stendur. Var ţađ sannkallađ kraftaverk ţar sem öll ađföng í húsiđ voru flutt á hestum, hvort sem ţađ var möl, sement, bárujárn eđa hvađ annađ sem til ţess ţurfti. Monika varđ ţjóđkunn ţegar hún var sćmd Fálkaorđunni ţann 17. júní 1953 fyrir búskaparafrek viđ erfiđar ađstćđur og enn fremur ári seinna ţegar út kom bók Guđmundar G. Hagalín, Konan í dalnum og dćturnar sjö, ţar sem hann fjallađi um lífshlaup Moniku.

Monika S. Helgadóttir. Myndina málađi ţýskur lista­mađur af japönskum ćtt­um. Sá var gestur á Merkigili um ţađ leyti sem Monika var ađ sauma myndina sem hér um rćđir. Oft var gestkvćmt á Merkigili og mörg sumur dvöldu ţar kunnugir og ókunnugir ferđalangar um lengri eđa skemmri tíma.

Myndina til hćgri (BSk.1995:90) saumađi Monika á sjötta áratug síđustu aldar. Hún er saumuđ međ mislöngu spori og blómstursaumi međ ullarţrćđi í dökkbrúnan ullardúk (java). Stćrđ myndar í ramma er 151x63. Myndefniđ er Ólafur liljurós ţar sem hann ţiggur góđgjörđir af álfkonunni. Ólafur er í blárri treyju og međ bláan hatt sem í er tilkomumikil fjöđur. Hann er í grćnbláum buxum og girtur háum mórauđum reiđsokkum upp ađ hnjám. Reiđskórnir eru fínir enda gullístađ á reiđverinu. Yfir sér hefur hann rauđa herđaslá. Hann ríđur vel tygjuđum gráum, glćsilegum gćđingi. Svokallađ undirdekk er lagt undir hnakk og oddabrugđin brjóstreim og taumur eru í stíl. Álfkonan, sem er klćdd síđum bláum kjól međ gullband um sig miđja, réttir Ólafi gullhorn ađ bergja af. Gras vefst um fćtur og blóm skarta sínu fegursta. Tveir ókunnuglegir gráir fuglar trítla um. Á bakviđ Ólaf sér inn í laufskóginn og ţar sitja kunnuglegri fuglar. Ţeir líkjast rjúpum. Grasiđ, blómin og fuglana sauđ Monika saman úr ýmsum munstrum og fríhendis og fyllti í eftir smekk. Fyrirmyndir frjálslega útfćrđra laufblađa í skóginum gćtu veriđ runnar jafnt af blöđum pottablóma eins og af túninu.

Monika saumađi út sér til ánćgju ef hún átti stund á kvöldin eftir annir dagsins. Efniđ og munstriđ í myndina keypti hún hjá ónafngreindri konu í Reykjavík. Sú góđa kona kom og ađstođađi hana (notađi ţađ sem sumarfrí) viđ ađ sauma upphleypt drykkjarhorniđ og handlegg álfkonunnar. Sagt er ađ Monika hafi veriđ sjö ár ađ fullgera myndina.

Ţegar Bćndahöllin viđ Hagatorg reis langađi Moniku ađ gefa myndina ţangađ en úr ţví varđ ekki. Myndin hékk lengst af í suđvesturstofunni á Merkigili eđa til vors 1995 ţegar hún var afhent Byggđarsafni Skagfirđinga. Myndin er til sýnis á lofti Áshússins, sem stendur viđ Glaumbć. Ţar hefur veriđ sett upp herbergi međ húsgögnum og munum frá Merkigili og víđar ađ, til ađ minnast Moniku á Merkigili og annarra kvenna sem stunduđu bústörf á miklum breytingatímum, utandyra sem innan, um miđja 20. öld.

Myndin er til sýnis í Áshúsinu viđ Glaumbć ţar sem fleiri munir frá Moniku á Merkigili hafa veriđ lagđir fram.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is