Fara í efni

Steinasafn Árna á Kálfsstöðum

Á árunum 2005-2011 var hluti af steinasafns Árna H. Árnasonar (1923-2001) á Kálfsstöðum í Hjaltadal til sýnis og vakti talsverða athygli.

Árni tók að sér að safna munum fyrir Byggðasafn Skagfirðinga um miðja 20. öld og leiddi sú söfnun hans hann út í söfnun á náttúrminjum  og hvers kyns munum. Steinasöfnunina sagðist hann hafa byrjað þegar var óvenjulegur sjávargangur í nokkra daga í mars 1993, þegar sjór stóð hátt á flóði og mjög lágt á fjöru. Þá daga kom í ljós mikið land og margt og merkilegt rak á fjörur Sauðkrækinga. Árni gekk um þessa miklu fjöru dag efir dag og fékk áhuga á margvíslegu steinum sem gat þar að líta. Öll ár eftir það safnaði Árni steinum í landi Sauðár en þó langmest af nokkurra kílómetra kafla í fjörunni frá Borgarsandi og út að Gönguskarðsárós og úr farvegi Gönguskarðsár upp á móts við Tungu í Gönguskörðum.

Steinasafn Árna er ótrúlega fjölbreytt miðað við að söfnunin fór fram á svo litlu svæði. Meðal þess sem Árni tók úr fjörunni voru erlendar setinategundir sem hafa sennilega borist með skipum (sem ballest), m.a. marmabrot, jaspismolar, opalar, en einnig allskonar steinar, steingervingar og allskonar holufyllingum.