Fara í efni

Gamli kertahjálmurinn

Kertahjálmur þessi hefur prýtt margar Glaumbæjarkirkjur og er nú orðinn safngripur. Hann er talinn vera frá 15. eða 16. öld. Ljón­ið, efst á hjálm­inum, sem er tákn Mark­ús­­ar guð­spjalla­manns, er þekkt helgi­tákn og táknar styrk­leika, kraft og konungs­tign. Hjálmurinn er úr kopar og hefur nokkrum sinnum verið lagfærður, einkum dropskálarnar undir kertapípunum. Hann hangir yfir skrifborði séra Hallgríms Thorlacíusar sem bjó í gamla bænum í Glaumbæ síðastur Glaumbæjarpresta. Skrifborðið er í Suðurstofunni og gegnir nú hlutverki afgreiðsluborðs þar.

Kertahjálmurinn hangir yfir skrifborði sér Hallgríms í Suðurstofunni í gamla bænum í Glaumbæ.