Verk Myllu-Kobba

Á Áshúshlađinu eru tveir úthöggnir steinar.

Stefán Benediktsson á Minni-Brekku kom međ ţess tvo steina í Glaumbć sumariđ 2005 og afhenti safninu. Hann sagđi ţá hafa veriđ á Minni-Brekku frá ţví ađ Jakob Jónsson (Myllu-Kobbi) var ţar til heimilis um tíma á 19. öld. Kobbi hefđi ćtlađ annan hvorn steininn á leiđi sitt. Af ţví varđ ţó ekki.

Annar steinninn er ferhyrndur og fallega höggvin strik á brúnir hans. Hinn er sá sem myndin er af. Á hann er höggvin áletrun, í bak og fyrir. Ađ framan er: DROTTENN / LATI MIG DR / EIMA VEL S / EM DIGGVN I / AKOPI SREL Ţ / EGAR A STEIN / SETT HANN SV / AF SĆL VĆRĐ. Sem útleggst sennilega ţannig: Drottinn láti mig dreyma vel sem dyggun(m) Jakopi srel (sćll?) ţegar á stein sett hann svaf sćl vćrđ. Ađ aftan: HO / NUM AD ŢIN / GAF.  Eđa: Honum (n)áđ ţín gaf.

Jakob Jónsson (Myllu-Kobbi) fćddist áriđ 1823, sennilega í Fremri-Svartárdal.[1] Sonur Jóns Guđmundssonar frá Skatastöđum og víđar og Ragnhildar Jónsdóttur, sem fćdd var í Flatatungukoti. Áriđ 1833, fluttu ţau ađ Skíđastöđum á Neđribyggđ međ 3 börn sín, Svein, Jakob og Rannveigu. Jón dó áriđ 1839, og var ţá lausamađur á Reykjavöllum. Ragnhildur fluttist ţá frá Skíđastöđum ađ Fagranesi á Reykjaströnd. Jakob var fermdur áriđ 1838 og fékk ţann vitnisburđ ađ hann vćri „sćmilega ađ sjer og skikkanlegur".[2] Sama ár varđ hann vinnumađur á Kimbastöđum. Ţađan fluttist hann 1843 ađ Grímsstöđum í Gođdalasókn. Líklegt er taliđ ađ hann hafi veriđ fluttur ţađan fyrir 1850.[3]

Jakob var sjálflćrđur steinhöggvari og reyndi sig einnig viđ útskurđ. Á fullorđinsárum var hann í lausamennsku og fór um byggđir og setti upp vatnsmyllur fyrir menn. Hann gaf sig einnig í ađ höggva upp hvannir fyrir fólk. Hann átti geitur og hafđi međ sér. Hann ţótti sérstakur í háttum, hafđi  m.a. alltaf ţrjá hatta á höfđi, hvern upp af öđrum. Ólafur á Hellulandi mundi „eftir honum í steikjandi hita, ţá tók hann ofan efsta hattinn og skömmu síđar ţann nćsta. Ţá stóđu hárin á honum út um götin á ţriđja hattinum".[4] Kobbi kom víđa viđ sem kaupamađur. Einhvern tíma var hann hjá séra Benedikt á Hólum. „Einu sinni var búiđ ađ skammta presti og ţá komst Kobbi i matinn hjá presti og at hann allan. Ţegar prestur komst ađ ţví, ávarpar hann Kobba og segir: „Jakob minn, ţér hafiđ borđađ matinn minn." Karl lét sér hvergi bregđa og svarar: „Eg held ađ matnum sé sama hver étur hann." Myllu-Kobbi var góđur járnsmiđur. Smiđja stóđ gegnt kirkjudyrum á Hólum. Eitt sinn ćtlađi prófastur ađ messa og hugđi á ferđalag ađ lokinni messu. Ţađ vantađi skeifur undir reiđhestinn og hann bađ Kobba ađ smíđa 24 hóffjađrir fyrir sig. Ţegar prófastur gekk út úr kirkjudyrum. búinn ađ messa, ţá stendur ţar Myllu-Kobbi og laumar í lófa hans nöglunum. Ţeir voru glóđheitir úr smiđjunni og hrutu úr hendi prests út um alla stétt. Ţetta gerđi Kobbi af skömmum sínum til ţess ađ minna prófastinn á ađ hann hefđi látiđ sig vinna um messutímann. Í annađ sinn var veriđ ađ heyja á engjum og áin í foráttuvexti. Ţá kemur fólkiđ sér saman um ađ gefa Kobba sinn bitann hvert, ef hann vildi vinna ţađ til ađ komast yfir ána. Kobbi tekur ţví vel fyllir alla vasa sína af grjóti og stingur sér í ána ţar sem hún er dýpst. Ţađ sést ekki af honum tangur né tetur fyrr en hann kom upp viđ hinn bakkann. Svo fór hann sömu leiđ til baka og fólkiđ varđ ađ sjá á eftir matnum ofan í hann".[5]

Margar skemmtisögur eru til um Myllu-Kobba og fjöldi myllusteina eru eignađir honum en óvíst er hve marga hann hjó sjálfur en marga setti hann niđur fyrir menn.

[1] Samanber grein Ţormóđs Sveinssonar í Lesbók Morgunblađsins, 5. tbl., 8.2.1948. Bls. 75-76.

[2] Sama heimild.

[3] Í greininni segir Ţormóđur ađ heimildir um bernsku og ungdómsár  Kobba hafa hann ađ mestu úr prestsţjónustubók Gođdalaprestakalls. Lesbók Morgunblađsins, 5. tbl., 8.2.1948. Bls. 75-76.

[4] Viđtal viđ Ólaf Sigurđsson, óđalsbónda á Hellulandi í Skagafirđi í Tímanum, 246. tbl., 44. árgangur,

ţriđjudagur 1. nóvember 1960. Bls. 9.

[5] Sama heimild.


Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is