Mykjukláfurinn

Mykjukláfur (BSk.312) úr furu. Hann er um 40 cm breiđur og um 57 cm langur. Kláfurinn er stuđlakassi. Stuđlarnir eru um 61 cm háir. Fjalir í hliđum og göflum eru grópađar inn í stuđlana og trénegldar. Botninn er á tréhjörum. Kláfurinn er allur liđađur og slitinn, annar gafl og botn eru viđgert af Hirti Kr. Benediktssyni, safnverđi á sjötta áratug 20. aldar. Kláfurinn er tallinn kominn frá Hofi í Hjaltadal.

Mykjukláfar voru notađur undir kúamykju, og ađra mykju, eins og nafniđ bendir til, ţegar mykjan var borin á tún á vorin. Tveir kláfar voru hengdir á klakka á klyfbera, sinn hvoru megin. Klyfberinn var girtur á reiđing (torfdýnu), á hest. Mykjunni var mokađ í kláfana ţar til ţeir voru fullir og hesturinn teymdur ţangađ sem mykju var vant. Botninn var eins og hleri á hjörum. Splitti var á botninum (niđurhleypunni) á móti hjörunum sem kippt var úr ţannig ađ botninn (hlerinn) féll niđur og innihaldiđ úr kláfnum ţar međ. Mykjan var sett í hrúgum sem svo var hreitt úr og dreift um túniđ (völlinn).

 Mykjukláfurinn er uppi á hillu í Norđari skemmunni í gamla bćnum í Glaumbć.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is