Rođskór

Mikiđ höfum viđ nútímafólkiđ ţađ gott. Viđ getum bundiđ fjallgönguskó á fćtur okkar og sprangađ um öll fjöll nćr áhyggjulaus í fjárragi haustins.  

Í gamla daga gengu flestir Skagafirđingar í kúskinns- eđa sauđskinnskóm til daglegra nota. Á stöku stađ viđ sjávarsíđuna notađi fólk rođ í skó. Best ţótti rođ af stórum steinbít (úlfasteinbít) til skógerđar. Af honum fékkst skćđi í tvenna skó. Fremri hlutinn í skó fyrir fótstóra, sá aftari „dillan" fyrir fótsmáa. Rođiđ var ţvegiđ og skafiđ og síđan spýtt á fjöl eđa vegg. Ţađ ţornađi á einum til tveim dögum og var ţá hćgt ađ geyma ţađ lengi á ţurrum stađ. Rođiđ var svo sniđiđ. Ef efniđ náđi upp á hćlinn ţurfti ekki ađ hćlsauma skóna. Annars var hćllinn saumađur á sama hátt og á öđrum skinnskóm.

Ţađ ţótti gott ef rođskór entust allan daginn og ţeir vörđu fćturna ekki fyrir vćtu, fremur en ađrir skinnskór, en ţeir voru léttir og gott ađ ganga á ţeim. Í ţurrkum og frosti urđu ţeir hálir. Endingin var nokkuđ misjöfn, fór ţađ eftir gangfćri og göngulagi, og rođiđ var mismunandi endingargott. Rođ af hertum steinbít ţótti endingarbetra en annađ rođ.

Ţegar fariđ var ađ sauma var rođiđ bleytt upp og byrjađ á ađ sauma tásauminn, síđan var skórinn varpađur međ leđurţveng eđa ullartogi. Rođskór voru ţvengjađir međ ţveng úr rođi eđa seymi. Skórinn var svo látinn ţorna á fćti ţess, sem átti ađ nota hann. Ţegar skór voru ónýtir var ţvengurinn tekinn af og notađur aftur, í nýja skó. Ţvengjaendar voru hafđir svo langir ađ hćgt vćri ađ binda ţá upp á mjóalegginn. Rođskór eru hálir í ţurru grasi og á svelli en stamari í blautu grasi. Sumsstađar ţekktist ţađ, ađ nota grásleppuhvelju (hrognkelsisrođ) í skó sjómanna, en körturnar gera ţađ ađ verkum ađ skórnir verđa ekki hálir. Menn gengu í tvennum og jafnvel ţrennum skóm og höfđu íleppa í ţeim innstu.

Skólaus mađur er vegalaus mađur og rođskór voru betri en engir. „Á Vestfjörđum er hver fjallgarđur, sem fćr er gangandi manni, nefndur heiđi, og breidd heiđanna milli fjarđa áđur fyrr mćld í rođskóm"[1] Ţ.e. hve mörg pör ţyfti í ferđalagiđ. Talađ var um tveggja, ţriggja, fjögurra, fimm og sex rođskóaleiđir. Var ţá átt viđ ţá leiđ sem var farin fram og til baka. Ţorska­­fjarđar­heiđi var sögđ ţriggja skóa heiđi og Látraheiđi var sex rođskóaleiđi.

Ţessir skór eru úr hlýrarođi. Ţeir eru ţvengjalausir en bryddađir međ hvítu eltiskinni (af lambi). Bryddingin er köstuđ og brotin yfir og saum­uđ niđur ađ innan. Ţeir eru saumađir á tá og hćl međ fínu eingirni úr ull. Ţeir eru sniđnir til úr hálfţurru rođi. Ílepparnir eru varpađir. Í báđum pörunum eru lepparnir prjónađir úr ullarbandi og međ garđaprjóni. Skór úr steinbítsrođi, saumađir á hćl og tá međ gráu ullarbandi og verptir međ seymi. Seymi er einnig í öklaţvengjunum. Ílepparnir eru međ áttablađa rós og slyngdir á brúnum. Litlum stúlkum var sagt ađ vanda sig viđ fyrstu skópariđ, hvort sem saumađ var úr rođi eđa skinni, ţví hjónabandiđ myndi draga dám af ţeim sauma­­skap.

 

HEIMILDIR: Stuđst hefur veriđ viđ heimildir úr bókum og tímaritum, svo sem: Hundrađ ár í Ţjóđminja­safniGersemar og ţarfaţing, Hlutavelta tímans, Ferđabók Eggerts Ólafssonar og Sandur  eftir Guđmund Daníelsson.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is