Söđulsessan sem breyttist í mynd

Í sparistofunni í Áshúsinu í Glaumbć er útsaumuđ mynd (BSk.1993:2) međ blómamunstri á vegg.

Myndin er eftir Kristínu Símonar­dótt­ur (1866-1956) frá Brimnesi. Upphaflega var myndin hluti af söđulsessu eins og konur notuđu til ađ smeyja undir sig í söđulinn, til ađ mýkja sćtiđ. Kristín gaf hana vin­­­konu sinni Sigríđi Pétursdóttur (1858-1930) í Utan­verđu­nesi, ţegar hún gifti sig 1880. Sú umsögn fylgdi myndinni ađ Kristín hefđi byrjađ á henni 1876 en ţađ ártal er saumađ í myndina. Ţá var hún tíu ára gömul. Sagt er ađ hún hafi klárađ verkiđ á ferm­ingar­ári sínu. Hún hefur saumađ myndina međ mislöngu spori.

Kristín var fćdd í Brimnesi. Móđir hennar var Sigurlaug dóttir Rannveigar og Ţorkels á Svađastöđum. Kristín nam hannyrđir hjá móđur sinni á unga aldri og fór svo sem unglingur í vist til Sigurlaugar Gunnarsdóttur (1828-1905) í Ási í Hegranesi (sem stóđ ađ byggingu Áshússins á sínum tíma). Ţar kynntust Kristín og Sigríđur í Utnaverđunesi. Seinna fór Kristín til Reykjavíkur og hélt áfram ađ sinna hannyrđum. Ţar kynnti hún sér ýmsar nýjungar og koma heim međ prjónavél. Mađur Kristínar var Hartmann Ásgrímsson (1874-1948). Ţau bjuggu í Kolkuósi ţar sem ţau ráku stórbú og verslun. Kristín var, eins og margar frćnkur hennar, áhugasöm um nýjungar sem gátu aukiđ framleiđni og létt undir á heimilinu. Er ekki ađ efa ađ Kristín hafi átt sinn ţátt í ţví ađ panta inn og selja hringprjónavélar ţegar ţćr komu á markađ. 

Lesa má um Kristínu í bók eftir Ingu Arnar, sem ber heitiđ Lífsins blómasystur, Hannyrđakonur af Svađastađaćtt og kom út í janúar síđast liđnum. Í bókinni fjallar hún um handverk afkomenda Rannveigar á Svađastöđum, í kvenlegg. Útgefandi bókarinnar er Byggđasafn Skagfirđinga.

Sigríđur Hjálmarsdóttir (1918-2012) húsfreyja í Viđvík og víđar gaf safninu myndina um leiđ og hún gaf brúđuna sem var merkisgripur desembermánađar.

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is