Skápur Hjálmars og Hjálmars

Á miđloftinu í Áshúsinu er útskorinn skápur frá 1843. Á hurđina er grafiđ međ höfđaletri: Huar s/em stoc/kin audg/rund a i e/igu sini l/ista bes/ta lanid f/ anno /1843, sem útleggst ţannig: Hver sem stokk-inn auđgrund á / í eigu sinni / lista besta lániđ finni.


Vísan er gamall húsgangur. Skápinn skar Hjálmar Jónssonar (1796-1875) skáld frá Bólu í Blönduhlíđ fyrir Hjálmar vin sinn Árnason í Bakkakoti.

Hjálmar Jónsson í Bólu var einn af mörgum sjálflćrđum hagleiksmönnum, sem gaf ţjóđinni í arf  glćsilegt handverk og kveđskap sem hefur framlengt dvöl hans, ef svo má segja, í hérvistinni um ókomna tíđ. 
 
Hjálmar fćddist á Hallandi á Svalbarđsströnd viđ Eyjafjörđ áriđ 1796. Hann var barn vinnuhjúa ţar og var komiđ í fóstur hjá góđri konu í sömu sveit, sem hann dvaldi hjá til 14 ára aldurs. Ţá var hann sendur til ađ vinna fyrir sér. Hann fór í vinnumennsku bć af bć og endađi vestur í Skagafirđi. Hann giftist Guđnýju Ólafsdóttur áriđ 1822. Ţau hófu búskap á Bakka í Öxnadal sama ár en fluttu ţađan 1824 ađ Nýa­bć í Austurdal, góđri jörđ ţar sem ţeim búnađist vel ţrátt fyrir ofríki nágrannanna. Áriđ 1829 hröktust ţau burtu úr Austurdal í Uppsali í Blönduhlíđ, ţar sem ţau bjuggu til 1835. Ţađan fóru ţau ađ Bólu ţar sem ţau hokruđu til 1843. Ţá fluttu ţau ađ Minni-Ökrum. Áriđ 1845 dó Guđný, en Hjálmar bjó á Minni-Ökrum til 1871, ásamt Guđrúnu dóttur sinni. Árin 1871-1873 bjó hann í Grundargerđi, en gafst upp ţegar honum var bođiđ ađ flytja úr Akrahreppi yfir ađ Starrastöđum í Lýtingsstađahreppi ţar sem hann dvaldi til vors 1875. Ţá fékk hann inni í beitarhúsum frá Brekku í Seyuhreppi. Ţar andađist hann 25. júlí 1875.
 
Hjálmar er jarđađur í kirkjugarđinum á Miklabć í Akrahreppi ţar sem honum hefur veriđ reistur minnisvarđi. Saga Hjálmars er saga hins snauđa íslenska kotbónda sem háđi ćvilanga baráttu viđ fátćkt og strit. Ţađ sem skilur hann frá öđrum kotbćndum voru óvenjulegar gáfur, sem öfluđu honum bćđi vina og óvina. Kveđskapur oftar óvina en útskurđur vina, en í honum var hann afar fćr, eins og margir fallega útskornir munir eru til vitnis um. Hjálmar skar út ađ fornri íslenskri hefđ. Hann mun langmest hafa skoriđ út á yngri búskaparárum sínum. Kom tvennt til. Eftirspurn eftir útskornum munum fór minnkandi ţegar leiđ á 19. öldina og fingur Hjálmars krepptust upp úr miđjum aldri og hann átti óhćgara međ ađ beita skurđarjárninu. En orđgnćgđin og bragfrćđin yfirgaf hann ekki. Honum var margt fleira til lista lagt. Hann var listaskrifari, fróđur og minnugur, ţjóđfrćđasafnari, góđur kvćđamađur og ţótti hafa merkilega frásagnargáfu og var ţví eftirsóttur til rćđuhalda á mannamótum. Hann hafđi afburđa vald á íslenskri tungu, en fjölyrti hvorki um ţađ né annađ. Ţó tćpir hann á ţví í ţessum vísum:
 
Handverki venst ég helst ónýtu 
horfi í blöđ og tálga spýtu 
rispa međ penna og raula stef.
 
 Í Syrpu frá 1852 er kvćđi sem hann kallađi Raupsaldurinn, sem hann ćtlađi ađ hafa „til gamans í ellinni til ađ hlćja ađ". Ţar segir hann í stuttu máli í hvađ tími hans hefur mest fariđ í tilvistinni:
 
 Tegldi ég forđum tré međ egg
teygđi járn og skírđi.
Fjölnis brúđar skóf af skegg
skeiđ í vatni skýrđi.  
 
Tćtti ég ull og bjó úr band
beitti hjörđ um vetur 
heitum kopar hellti í sand 
hjó á fjalir letur. 
 
 
Heimild: Kristján Eldjárn, 1975. Hagleiksverk Hjálmars í Bólu. Reykjavík.
 

Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is