Fara í efni

Fréttir

19.07.2018

Forn kirkjugarður finnst á Utanverðunesi

Rannsóknir Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknanna fara nú fram í Hegranesi fjórða árið í röð. Í þetta sinn er hópurinn nokkru minni en undanfarin ár, eða 11 manns. Tilgangur rannsóknanna er að skoða aldur og dreifingu elstu byggðar í Hegranesi og tengsl byggðaþróunar við kirkjusögu svæðisins. Verkefnið er samstarfsverkefni Byggðasafnsins og fornleifarannsóknastöðvarinnar Fiske Center í UMass Boston.
11.06.2018

Nýr safnstjóri

Berglind Þorseinsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga frá og með 1. júlí 2018.
05.04.2018

Styrkir 2018

Góðir styrkir hafa fengist til hinna ýmsu verkefna á umliðnum árum. Samtals fær safnið 10,4 millj. kr. í styrki á árinu 2018.
29.12.2017

Við kveðjum árið 2017

Árið 2017 var viðburðarikt og fullt af áformuðum og óvæntum atburðum og gjörningum. Fjöldi samstarfsfólks kom og fór, gestir voru færri en á árinu 2016 og mikill tími fór í pökkun safnmuna, ljósmyndun og skráningarvinnu. Starfsmenn safnsins voru alls 15. Í árslok eru 6 starfsmenn í 4,3 stöðugildum.
19.12.2017

Gleðileg jól

Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga óskar öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári 2018.
10.08.2017

Ritið Á Sturlungaslóð hefur verið endurútgefið

Hinn árlegi sögudagur á Sturlungaslóð verður laugardaginn 12. ágúst og er hann að þessu sinni helgaður endurútgáfu bókarinnar Á Sturlungaslóð sem hefur verið ófáanleg í mörg ár. Boðið er til málþings í Kakalaskála til kynningar á bókinni og munu fræðimennina doktor Árna Daníel Júlíusson, annar af textahöfundum bókarinnar, og Aðalheiður Guðmundsdóttir prófessor í miðaldabókmenntum við Háskóla Íslands, flytja fróðleg erindi. Málþingið hefst kl 16 og verða kaffiveitingar og umræður að því loknu. Aðgangur ókeypis.
23.07.2017

Akrahreppur styrkir Tyrfingsstaðaverkefnið

Hreppsnefnd Akrahrepps ákvað að styrkja Tyrfingsstaðaverkefnið með 500 þús. kr. framlagi til viðgerða.
03.07.2017

Safngestum fækkar

Í fyrsta sinn, eftir aldamótin 2000, fækkaði safngestum í júnímánuði um tæplega þúsund manns á milli ára. Júnígestirnir í fyrra voru yfir átta þúsund en nú eru þeir um sjö þúsund.
31.05.2017

Samningi um rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ sagt upp

Samningi sem gerður var árið 2002 á milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ hefur verið sagt upp og stefnt er að gerð nýs samnings á nýjum forsendum.
29.05.2017

Fornbíl rennt úr hlaði

Pökkun safnkosts Byggðasafns Skagfirðinga í Minjahúsinu á Sauðárkróki fer fram um þessar mundir, fyrir flutning safnsins úr Minjahúsinu. Síðastliðinn föstudag sótti Björn Sverrisson Ford A bifreið sína, árgerð 1930, sem hefur verið til sýnis í Minjahúsinu um árabil.