Fara í efni

Fréttir

27.04.2017

Styrkir frá Húsafriðunarsjóði og Safnasjóði

Byggðasafn Skagfirðinga hlaut styrki til tveggja verkefna úr Húsafriðunarsjóði. Annarsvegar 1, 5 millj. kr. til Tyrfingsstaðaverkefnisins og hinsvegar 500 þús. kr. til úrvinnslu torfrannsókna, sem felst í ritun og útgáfu væntanlegs 3. rannsóknarrits safnsins. Safnasjóður veitir safninu 2,5 millj. kr. í styrk á þessu ári.
24.04.2017

Torfhleðslunámskeið

Fornverkaskólinn heldur torfhleðslunámskeið á Tyrfingsstöðum dagana 26.-28. maí næstkomandi.
06.04.2017

Minjahúsið verður lokað í sumar

Hafinn er undirbúningur flutnings á starfsemi safnsins, sem verið hefur í Minjahúsinu, í annað húsnæði. Vegna þess hefur verið ákveðið að hafa safnsýningar þar og upplýsingarver lokuð í sumar.
24.03.2017

Styrkir til fornleifarannsókna

Fornminjasjóður hefur úthlutað styrkjum til 24 verkefna. Tvö þeirra eru í Skagafirði, til byggða- og kirkjusögurannsókna Fornleifadeildarinnar.
24.03.2017

Ársskýrslan 2016

Ársskýrsla fyrir 2016 er komin út.
21.03.2017

Námskeið um viðhald gamalla timburhúsa

Dagana 31, mars til 1. apríl heldur Iðan fræðslusetur námskeið fyrir húsasmiði og áhugasamt fólk um húsvernd, á Sauðárkróki.
15.02.2017

Torfrista á þorra

Frostlaus jörð og blíðviðri undanfarinna daga gaf tækifæri, sem sjaldan hefur gefist og verður notað þar til frystir, til að rista torf og hlaða úr því.
20.01.2017

Strandlengjan öll skráð

Út er komin fimmta af fimm skýrslum um skráningu strandminja í Skagafirði. Þar með hefur öll strandlengja Skagafjarðar verið skráð.
03.01.2017

Þrif og þvottar

Safnið hefur gefið út rit um þrif og þvotta í torfbæjum. Ritið byggist á margra ára rannsóknum á aðstæðum í torfhúsum, áhöldum og tiltæku efni til þrifa og þvotta fyrr á tíð. Hægt er að panta ritið á netfangi safnsins: bsk@skagafjordur.is.
30.12.2016

Safngestafjöldi í Minjahúsinu tvöfaldaðist á milli ára

Á árinu 2016 varð mikil fjölgun safngesta bæði i Minjahúsinu á Sauðárkróki, þar sem tala þeirra næstum tvöföldaðist, og í gamla bænum í Glaumbæ. Samtals komu 49.520 manns á þessa tvo sýningarstaði safnsins.