Fara í efni

Torfhleðslunámskeið

Það verður haldið torfhleðslunámskeið 26.-28. maí 2017. Námskeiðið er þriggja daga og verður áhersla lögð á torfhleðslu, -skurð og stungu. Á námskeiðinu verður gert við veggi hesthússins "suður og niður". Kennari verður Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf. Innifalið: áhöld og léttur hádegiverður. Verð er 50.000 kr. og við minnum á að fjölmörg stéttarfélög veita styrki fyrir námskeiðskostnaði. Frekari upplýsingar fást hjá Bryndísi Zoëga, bryndisz@skagafjordur.is.

Nánari upplýsingar má einnig fá hér eða á fésbókarsíðu Fornveraskólans.