Það verður sannarlega hryllilega gaman í Glaumbæ föstudaginn 31. október frá kl. 18-21, í tilefni af Hrekkjavöku, eða öllu heldur Allraheilagramessu. Sýningarnar í gamla bænum taka á sig skuggalega mynd og Miklabæjar-Sólveig og fleiri fara á stjá.
Eftir annasamt og viðburðaríkt sumar líður að því að safnið verði opið eftir samkomulagi, eða frá 21. október nk. Síðasti opnunardagur kaffihúsins í Áshúsi var í dag og hefur því verið lokað fyrir veturinn. Það sem af er ári hafa 60.173 manns heimsótt Glaumbæ, sem er fjölgun frá því í fyrra. Við færum gestum okkar hjartans þakkir fyrir komuna!