Fara í efni

Opnun Áshúss!

Áshúsið opnaði dyr sínar fyrir svöngum gestum á mánudaginn sl. og er það nú opið, líkt og sýningar safnsins, kl. 10-18 fram til 20. september.

Byggðasafnið hefur nú tekið við rekstri kaffistofunnar og með lokun safnsvæðisins er hún aðeins aðgengileg þeim sem kaupa sér miða. Við minnum á að heimamenn (Skagfirðingar og Akrahreppingar) þurfa einungis að greiða aðgangseyri einu sinni (1700 kr almennt verð en 1500 kr fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn) og fá þá miða sem gildir í heilt ár frá kaupum og geta í kjölfarið komið hvenær sem er og eins oft og þeir vilja, þeim að kostnaðarlausu, og kíkt á sýningar safnsins og keypt sér veitingar og kaffi.

Kaffistofan spilar stórt hlutverk í safnaheimsókninni og felst í að gefa gestum okkar tækifæri til að bragða á og njóta veitinga að hætti ömmu og mömmu og upplifa stemningu liðins tíma. Boðið er upp á margskonar bakkelsi og kökur á hlaðborði og yfir hádegið er hægt að fá sér súpu og brauð eða mat. Ýmis drykkjarföng eru einnig í boði; kaffi, heitt súkkulaði, te, gos, mysa og vatn.

Við biðjum hópa um að bóka sig með fyrirvara á netfangið byggdasafn@skagafjordur.is eða í síma 453 6173 ef þeir vilja setjast að snæðingi í Áshúsi.
___

Áshús has opened its doors to hungry guests and will be open every day between 10 and 18 o'clock until the 20th of september, which follow the same opening hours as the museums' exhibitions.

Since the museum now operates the café, it will only be available to those who pay the entrance fee to the museum grounds. The fee is 1700 ISK per person and 1500 ISK for senior citizens, students, and people with disabilities. It is also possible to buy a joint ticket for 2000 ISK / 1700 ISK for Glaumbær and Víðimýri Church for those who are interested in visiting both.

The café plays an important role in the museum experience by giving guests the chance to taste traditional Icelandic food and drink made in the same way Icelandic mothers and grandmothers used to make. There is a buffet with different pastries and cakes. There is also unlimited soup and bread, as well as limited lunch courses. We also offer some drinks: coffee, tea, hot chocolate, soda, whey, and water.

We kindly ask that groups of 6 or more book in advance by contacting us by email: byggdasafn@skagafjordur.is or by calling us: + 354 453 6173 if they are interested in having a meal at Áshús.
 
María og Gísli standa við hlaðborðið.Gómsætar veitingar.Kátir kaffihúsgestir.Gúllassúpa.