Fara í efni

Nýtt smárit

Hægt er að lesa Lesið í landið hér á Gagnabanka heimasíðunnar. Lesið í landið, menningarminjar í landslagi er 18. smárit safnsins. Stiklað er á stóru í auðugri minjaflóru umhverfisins og lögð áhersla á minjar um lifnaðarhætti fyrir vélvæðingu 20. aldar, enda ekki gerlegt að gera öllum minjum skil í einu smá­riti.

Falleg náttúra er segulmögnuð. Sama gildir um minjaumhverf­ið í hugum þeirra sem sjá og þekkja hvernig for­feður okkar nýttu landið og hafa sett mark sitt á það. Fáir fara um lönd án leiðar­vísa eða landakorta. Á þeim má sjá bæjar­nöfn og ör­nefni sem minna á þjóðhætti liðins tíma. Ef grannt er skoðað talar sag­an til okkar frá gömlum tóft­ar­­­brotum þar sem menn hafa ekki bylt jörðu og kaffært með nútíma mannvirkjum. Af þeim má lesa merkilegar upplýsingar. Veggja­brot­ og hálf­hrunin hús­ eru sum­um þyrnir í augum en þegar hlutverk þeirra eru þekkt getum við metið þau út frá gildi þeirra og hand­verkinu sem í þeim felst. Þá blasa við okkur heim­ildir sem geta svo sannarlega kryddað tilveruna.