Fara í efni

Ný stofnskrá

Eigendur Byggðasafns Skagfirðinga eru Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður. Þegar safnið var stofnað þann 29. maí 1948 var það rekið af sýslunefnd og starfssvæði þess er bundið við sýslumörk. Safnið er alhliða minjasafn sem safnar, rannsakar og varðveitir muni og minjar úr byggðum Skagafjarðar. Lögð er áhersla á rannsóknir og miðlun upplýsinga um bæði áþreifanlegar og óáþreifanlegar heimildir um menningararf Skagfirðinga.

Safnið starfar samkvæmt gildandi lögum um söfn, minjar og menningar­verð­mæti og hefur siða­reglur Alþjóðaráðs safna (ICOM) að leiðarljósi. Í stofnskránni er kveðið á um að safnið geti haldið sérsýningar og lánað muni til sýninga hvar sem safnmunir eru öruggir og það getur verið í samstarfi um rannsóknir og varðveislu við hvern sem er sé gætt opinberra siðareglna safna. 

Lesa má stofnskrána í heild sinni í gagnabankanum.