Fara í efni

Kirkjugarður fundinn í Keflavík í Hegranesi

Rarik-menn þurftu að grafa smá skurð austan við gamla bæjarhólinn þegar þeir voru að plægja niður rafmagnsstreng. Í skurðinum er hleðslugrjót sem gæti hafa verið í undirstöðum elstu kirkjunnar í Keflavík.

Keflavikurskurdur Keflavikurkkjugardur
Skurðurinn er ekki stór en segir margt Hleðslugrjótið sem Þórey sá í skurðendanum Minjavörður kannar gröf 11. aldar Keflvíkings

Eina heimild um mögulega kirkju og kirkjugarð í Keflavík er ákvæði í Sjávarborgarmáldaga frá 1399 um að Sjávar­borgar­prest­ur eigi að þjóna bænhúsi í Keflavík. Sumarið 2008 var leitað merkja um bænhúsið í Keflavík í fornleifakönnun og fundust leifar 10.-11. aldar byggðar en eng­­inn kirkju­garður. Hér er því afar mikilvægur fundur fyrir Skagfirsku kirkjurannsóknina sem svo er kölluð og hefur staðið yfir frá 2007. En í þeirri rannsókn er lögð áhersla á að staðsetja og staðfesta elstu kirkjugarða.