Fara í efni

Það verður kennt að vefa á kljásteinavefstað

Námskeiðslýsing:
Á námskeiðinu verður farið í gegnum rakningu og uppsetningu á vef í kljásteinavefstað og kennd helstu handbrögðin við að vinna voð á þennan forna hátt.
Í upphafi námskeiðsins verður farið yfir helstu tæki og tól sem tilheyra kljásteinavefstaðinum og síðan farið í gegnum uppsetningarferlið lið fyrir lið með sýnikennslu og þátttöku nemenda.
1. Efnisnotkun
2. Slöngugerð
3. Slöngu komið fyrir í vefstað, saumað uppá
4. Kljáð
5. Fitjað
6. Haföld bundin
7. Kljáð aftur þar sem við á
8. Ofið í vefstað
9. Vefurinn felldur
10. Afrakstur námskeiðsins

Inn á milli verða flutt stutt erindi um sögu vefstaðarins og vefnaðarins.

Skipuleggjendur eru Fornverkaskólinn og Byggðasafn Skagfirðinga
Kennarar: Guðrún Bjarnadóttir og Ragnheiður Þórsdóttir
Verð: 25.000 kr.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt efni. Nemendur verða sjálfir að kosta gistingu og fæði en möguleiki er á gistingu á Hólum allt frá svefnpokaplássi í herbergi með uppábúnum rúmum.
Tímasetning: Námskeiðið hefst föstudaginn 18. október kl. 16:00 og lýkur sunnudaginn 20. október kl. 16:00. Kennt verður föstudag 16:00-19:00. Laugardag 09:00-17:00 og sunnudag 9-16:00
Tímafjöldi: 18 klst.
Fjöldi þáttakenda: Lágmark 6

Forfeður okkar notuðu s.k. kljásteinavefstað til að vefa og hér á landi var hann notaður fram á 19. öld, eða í tæp 1000 ár. Í honum var ofinn röggvarfeldur, vaðmál, einskefta, salún, íslenskt glit, krossvefnaður og fleira. Kljásteinavefstaðurinn er í raun afar einfaldur í smíð og handhægur hvar sem er og auðveldur í samsetningu, þó þungur sé. Hægt er að leysa vefinn og uppistöðuna niður úr vefstaðnum áður en voðin er kláruð og koma henni fyrir í öðrum vefstað eða nota síðar, eftir þörfum. Þetta er mögulegt vegna þess að uppistöðuþræðirnir eru saumaðið upp á slöngurifin með sérstökum hætti.