Bóndi, býđur ţú ţorra í garđ?

Öskutrog frá Kálfárdal í Gönguskörđum.
Öskutrog frá Kálfárdal í Gönguskörđum.

Ţorrinn er genginn í garđ, margir stefna á ađ fara á ţorrablót og ţví ekki úr vegi ađ fjalla örstutt um tímabiliđ. Í forníslensku tímatali var ţorri fjórđi mánuđur vetrar, og hefst hann á föstudegi í 13. viku vetrar, nú á bilinu 19-25. janúar. Ţann dag ţekkjum viđ flest undir heitinu bóndadagur. Heiti mánađarins ţekkist í heimildum a.m.k. frá 12. öld en óvíst er um uppruna orđsins. Orđiđ ţorrablót kemur m.a. fyrir í Flateyjarbók sem talin er rituđ á 14. öld. Ţar er minnst á Ţorra, sem kallađur var blótmađur mikill. Hélt hann blót á miđjum vetri ár hvert og var sú samkoma kölluđ ţorrablót. Í heimildum frá miđöldum er slíkum mannfagnađi ekki lýst nánar, svo erfitt er ađ segja til um hvađ hefur átt sér stađ.

Hinar og ţessar sagnir segja frá siđum sem viđgengust í upphafi ţorrans, en ţeir virđast breytilegir eftir landsvćđum og tímabilum, eins og eđlilegt er. Í ţjóđsagnasafni Jóns Árnasonar, sem ritađ var á 19. öld, segir ađ á fyrsta degi ţorra hafi bóndi átt ađ fara snemma á fćtur og „fagna ţorra“ eđa „bjóđa honum í garđ.“ Bóndi átti ađ fara út á skyrtunni einni fata, og í annarri brókarskálminni og hoppa á öđrum fćti í kringum bćinn dragandi hina skálmina á eftir sér. Jónas Jónasson frá Hrafnagili bćtir viđ ađ bóndi hafi á sama tíma átt ađ viđhafa formála, sem nú er gleymdur, en líklega var hann líkur ţeim sem húsfreyjur áttu ađ fara međ, ţegar ţćr hoppuđu fáklćddar kringum bćinn og heilsuđu Góu (sem fylgir í kjölfar ţorra): Velkomin sértu, góa mín, / og gakktu inn í bćinn,/ vertu ekki úti í vindinum, / vorlangan daginn. Átti húsfreyja ađ gera vel viđ bónda sinn á bóndadaginn og hann ađ bjóđa nágrönnum til veislu. Elsta ritađa heimildin um ţorrablót sem samkomu í heimahúsum er frá 1728, en ţađ eitt og sér segir ţó ekkert um líftíma hefđarinnar og skemmtanarinnar sem slíkrar enda eru siđir almúgans ekki endilega gerđir ađ umtalsefni í rituđum heimildum. Ţćr ţorrablótshefđir sem viđ ţekkjum í dag byggja ađ mestu á samkomum sem tíđkuđust á 19. öld, ţegar mennta- og embćttismenn héldu matar- og drykkjuveislur til heiđurs heiđinna gođa, og má setja í samhengi viđ ţjóđernisrómantíkina ţar sem ýmislegt gamalt gekk í endurnýjun lífdaga. Síđan er líkt og slíkar samkomur hafi lagst af í nokkra áratugi, sérstaklega í kaupstöđum, eđa ţar til um miđja 20. öld ţegar átthagafélög og önnur félagasamtök hófu ađ stefna fólki til samsćtis og skemmtana.

BSk-483. Brauđtrog frá Veđramóti í Gönguskörđum. Brauđtrog voru notuđ til ađ hnođa í. Ţau voru oft međ stćrri botn en önnur trog og lćgri hliđarfjalir.

Ţađ sem viđ köllum ţorramat er matur sem tíđkađist á Íslandi öldum saman og verkađur er međ hefđbundnum geymsluađferđum frá ţví fyrir tíma ísskápanna; ţurrkađur, reyktur, saltur og súrsađur. Orđiđ ţorramatur birtist fyrst á prenti í febrúar 1958. Yfirleitt er maturinn borinn á borđ í trogum á ţorrablótum nútímans. Trog eiga sér langa sögu og hafa lítiđ breyst í aldanna rás. Trog höfđu hinum ýmsu hlutverkum ađ gegna og fóru heiti ţeirra eftir notkun; t.d. mjólkurtrog, blóđtrog, sláturtrog, matartrog, öskutrog o.s.frv. Trogin gátu jafnframt haft fleiri en einu hlutverki ađ gegna ţótt sum vćru sérstaklega smíđuđ fyrir ákveđin hlutverk. /IKM

Nánar um öskutrogiđ frá Kálfárdal (BSk-1997:218) (sjá mynd efst á síđu): Trogiđ hefur áđur veriđ notađ sem mjólkurtrog, til ađ láta mjólkina setjast. Ţá var mjólkin látin standa ţar til skán var komin á hana og hćgt ađ skilja ađ undanrennu og rjóma, međ ţví ađ láta undanrennuna „renna undan“ rjómaskáninni. Ţetta trog var síđast notađ til ađ ausa tađi á tún og bera ösku úr eldhúsi.

--------------------

Heimildir:

Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning, Reykjavík. Bls. 433-436.
Jón Árnason, Íslenzkar ţjóđsögur og ćvintýri. II bindi. (1954). Árni Böđvarsson og Bjarni Vilhjálmsson önnuđust útgáfu. Bókaútgáfan Ţjóđsaga, Reykjavík . Bls. 550-55
Jónas Jónasson frá Hrafnagili segir ađ bóndi eigi ađ fara ţrjá hringi í kringum bćinn/ Jónas Jónasson, Íslenskir ţjóđhćttir (1934). (Einar Ólafur Sveinsson bjó til prentunar). Bókaútgáfan Opna, Reykjavík. Bls. 213-214.
Árni Björnsson, Saga daganna. (1993). Mál og menning, Reykjavík. Bls. 437-438.
Sama heimild. Bls. 440-481.
Sama heimild. Bls. 478.
Ţórđur Tómasson, Mjólk í mat (2016). Bókaútgáfan Sćmundur, Selfossi. Bls. 24-29.


Glaumbćr  |  561 Varmahlíđ  |  Sími 453 6173  |  byggdasafn@skagafjordur.is