Fara í efni

Alþjóðlegi safnadagurinn

Í tilefni af alþjóðlega safnadeginum fimmtudaginn 18. maí verður gestum boðið að skoða gamla bæinn í Glaumbæ án endurgjalds. Bærinn verður opinn frá 10-16. Frá 14-16 verður stemning í baðstofunni, kveðnar stemmur, ýmis handbrögð sýnd og börnum kenndir leikir eins og í gamla daga.  

Ef einhvern langar til að vita hvað starfsmenn safnsins eru annað að aðhafast og hvað er í bígerð svara þeir spurningum gesta um það á sama tíma 14-16, í norðurstofunni i Áshúsinu/Áskaffi.

Á myndinni er Margrét á Mælifellsá að spinna hrosshár á snældu.