Fara í efni

Fréttir

08.06.2016

Skotar í Fornverkaskóla

Nokkur undanfarin ár hafa skoskir starfsmenn ýmissa menningar- og minjastofnana og áhugasamir einstaklingar heimsótt Skagafjörð í þeim tilgangi að læra af okkur hvernig við nýtum og notum menningararf okkar. Á móti miðla þeir sínum aðferðum til okkar. Þannig felst gagnkvæmur ávinningur fyrir báða aðila í heimsókn þeirra. Í hópnum eru tíu manns og þau dvelja hjá okkur í viku.
01.06.2016

Víðimýrarkirkjuvarsla

Þjóðminjasafn Íslands hefur gert samning við Byggðasafn Skagfirðinga um rekstur Víðimýrarkirkju.
19.05.2016

Safnaverðlaunatilnefning

Byggðasafn Skagfirðinga hefur verið tilnefnt til íslensku safnaverðlaunanna árið 2016, ásamt Listasafni Reykjavíkur - Ásmundarsafni og sýningunni Sjónarhorni í Safnahúsinu við Hverfisgötu, Reykjavík.
17.05.2016

Alþjóðlegi safnadagurinn

Miðvikudagurinn 18. maí er alþjóðlegi safnadagurinn og í tilefni dagsins verður enginn aðgangseyrir tekinn af gestum í gamla bænum í Glaumbæ. Opið 9-17.
23.03.2016

Styrkir í ýmis verkefni

Nú er runninn upp sá tími ársins þegar flestum styrkjum er úthlutað. Húsafriðunarnefnd hefur tilkynnt um tvo styrki til safnsins, samtals 1,5 millj. kr. og Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra sömuleiðis tvo styrki samtals 850 þús. kr. Forninjasjóður ætlar að styrkja safnið um 4,3 millj. kr. og Safnasjóður um 2,3 millj. kr.
21.03.2016

Ársskýrsla fyrir 2015

Ársskýrslan fyrir 2015 er komin inn á gagnabankann, hér á heimasíðu safnsins
16.03.2016

Sumarstörf

Safnið auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í safn- og staðarvörslu.
08.03.2016

Opnunartímar í vetur

Safnsýningar í Glaumbæ og Áshúsi eru opnar 12-16 sunnudaga, 9-16 mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga í vetur. Áskaffi er opið 12-16 sunnudaga - fimmtudaga.
20.12.2015

Rannsóknaskýrslur 2015

Rannsóknaskýrslur sem unnar hafa verið á árinu 2015 eru birtar á gagnabanka heimsíðunnar jafnóðum og þær koma út.
03.12.2015

Rökkurganga og rökkursögur

Kl. 16 sunnudaginn 20. desember bjóða starfsmenn safnsins gestum að ganga í gamla bæinn í Glaumbæ eitt stundarkorn og njóta þess að vera til og hlakka til jólanna. Þetta er í 20. árið sem starfsmenn bjóða gestum að ganga með sér í bæinn og í tilefni af þvi mun hefðin aðeins brotin upp. Enginn aðgangseyrir.