Safnaráð hefur úthlutað styrkjum til verkefna og reksturs viðurkenndra safna. Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur 3,2 millj. kr. úr safnasjóði á árinu 2014.
Húsafriðunarsjóður hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2014. Byggðasafn Skagfirðinga fékk 1, 3 millj. kr. styrki til þriggja verkefna frá honum. Fornminjasjóður veitir tveimur verkefnum brautargengi, samtals um 800 þús. kr.
Sumarið 2013 var áframhald á skráningu fornleifa sem eru í hættu vegna landbrots af völdum sjávar, á austurströnd Skagafjarðar. Á síðustu áratugum virðist landbrot á austurströnd fjarðarins hafa aukist en engin heildarúttekt hefur farið fram á fornleifum sem kunna að vera í hættu vegna þessa.
Næstu fjóra sunnudaga (sá fyrsti er 9. febr.) stendur Sturlungaslóðarhópurinn fyrir samlestri á Sögu Hrafns Sveinbarnarsonar, goðorðsmanns og læknis, sem er í Sturlungasögusafninu.
Lestur hefst kl. 10:30 og lýkur um 12.
Í Áshúsi / Áskaffi.
Allir velkomnir, engin gjöld.
Síðustu safngestirnir komu við í gamla bænum í Glaumbæ í dag. Þrír Belgar á bílaleigubíl. Dæmigerðir gestir safnsins, ef horft er til þess að 95% þeirra eru útlendingar.