18.07.2016
Mark Watson, íslenski fjárhundurinn og Glaumbær
Í dag minnumst við Marks Watsons, sem fæddist þennan dag 18. júlí árið 1906. Watson var mikill áhugamaður um íslenska fjárhundinn og hóf ræktun á honum á sjötta áratug 20. aldar. Afmælisdagur hans hefur verið tileinkaður íslenska fjárhundinum. Sá hinn sami Mark Watson gaf 200 sterlingspund árið 1938 til að hægt væri að viðhalda gamla torfbænum í Glaumbæ.