Safnið hefur gefið út rit um þrif og þvotta í torfbæjum. Ritið byggist á margra ára rannsóknum á aðstæðum í torfhúsum, áhöldum og tiltæku efni til þrifa og þvotta fyrr á tíð. Hægt er að panta ritið á netfangi safnsins: bsk@skagafjordur.is.
Á árinu 2016 varð mikil fjölgun safngesta bæði i Minjahúsinu á Sauðárkróki, þar sem tala þeirra næstum tvöföldaðist, og í gamla bænum í Glaumbæ. Samtals komu 49.520 manns á þessa tvo sýningarstaði safnsins.
Aðgangseyrir á sýningu safnsins í gamla bænum í Glaumbæ verður 1200 kr. fyrir hópa árið 2017. Frítt verður fyrir börn að 17 ára aldri og 1600 kr. fyrir einstaklinga 18 ára og eldri.
Í vetur verður Kathryn Catlin, Kat, hjá okkur á Byggðasafninu að stunda rannsóknir sínar á skagfirskum fornleifum. Hún er fyrsti doktorsneminn sem fær aðstöðu til fræðistarfa á safninu og bjóðum við hana hér með velkomna í hópinn.
Í dag minnumst við Marks Watsons, sem fæddist þennan dag 18. júlí árið 1906. Watson var mikill áhugamaður um íslenska fjárhundinn og hóf ræktun á honum á sjötta áratug 20. aldar. Afmælisdagur hans hefur verið tileinkaður íslenska fjárhundinum. Sá hinn sami Mark Watson gaf 200 sterlingspund árið 1938 til að hægt væri að viðhalda gamla torfbænum í Glaumbæ.