Í fyrsta sinn, eftir aldamótin 2000, fækkaði safngestum í júnímánuði um tæplega þúsund manns á milli ára. Júnígestirnir í fyrra voru yfir átta þúsund en nú eru þeir um sjö þúsund.
Samningi sem gerður var árið 2002 á milli Byggðasafns Skagfirðinga og Þjóðminjasafns Íslands um rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ hefur verið sagt upp og stefnt er að gerð nýs samnings á nýjum forsendum.
Pökkun safnkosts Byggðasafns Skagfirðinga í Minjahúsinu á Sauðárkróki fer fram um þessar mundir, fyrir flutning safnsins úr Minjahúsinu. Síðastliðinn föstudag sótti Björn Sverrisson Ford A bifreið sína, árgerð 1930, sem hefur verið til sýnis í Minjahúsinu um árabil.
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut styrki til tveggja verkefna úr Húsafriðunarsjóði. Annarsvegar 1, 5 millj. kr. til Tyrfingsstaðaverkefnisins og hinsvegar 500 þús. kr. til úrvinnslu torfrannsókna, sem felst í ritun og útgáfu væntanlegs 3. rannsóknarrits safnsins.
Safnasjóður veitir safninu 2,5 millj. kr. í styrk á þessu ári.
Hafinn er undirbúningur flutnings á starfsemi safnsins, sem verið hefur í Minjahúsinu, í annað húsnæði. Vegna þess hefur verið ákveðið að hafa safnsýningar þar og upplýsingarver lokuð í sumar.
Frostlaus jörð og blíðviðri undanfarinna daga gaf tækifæri, sem sjaldan hefur gefist og verður notað þar til frystir, til að rista torf og hlaða úr því.