23.10.2018
Sumaropnunartíma Byggðasafnsins lokið
Nú þegar daginn er tekið að stytta er ekki lengur opið á föstum opnunartíma í safninu. Við færum gestum okkar hjartans þakkir fyrir komuna í Glaumbæ og Víðimýri í sumar. Það sem af er ári hafa alls 42.128 manns lagt leið sína á báða viðkomustaði, 37.933 í Glaumbæ og 4.195 í Víðimýri.