24.03.2020
Flutningum á safngripum í nýtt varðveisluhúsnæði lokið!
Í síðustu viku lauk mjög stórum áfanga í sögu Byggðasafns Skagfirðinga. Síðustu þrjú árin hefur starfsfólk safnsins unnið að pökkun og flutningi safngripa í nýtt varðveisluhúsnæði og er þeirri vinnu nú lokið. Allt hófst verkefnið með ákvörðun um að flytja sýningar safnsins á Sauðárkróki og geymslur úr Minjahúsinu í annað húsnæði. Með ýmiskonar krókaleiðum var að endingu ákveðið að flytja geymslur safnsins í bráðabirgðahúsnæði að Borgarflöt á Sauðárkróki.