05.02.2019
Bóndi, býður þú þorra í garð?
Þorrinn er genginn í garð, margir stefna á að fara á þorrablót og því ekki úr vegi að fjalla örstutt um tímabilið. Í forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar, og hefst hann á föstudegi í 13. viku vetrar, nú á bilinu 19-25. janúar. Þann dag þekkjum við flest undir heitinu bóndadagur. Heiti mánaðarins þekkist í heimildum a.m.k. frá 12. öld en óvíst er um uppruna orðsins