Gamli bærinn í Glaumbæ opnar dyr sínar alla daga frá kl. 9-18 í sumar og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Áskaffi er opið frá kl. 10-18.
Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir dagskrá í tilefni af alþjóðlega safnadeginum næstkomandi laugardag, 18. maí en þá verður gestum boðið að skoða gamla bæinn í Glaumbæ án endurgjalds. Bærinn og Áskaffi verður opið frá kl. 12-16.
Gestrisni er dyggð sem löngum hefur verið í heiðri höfð á Íslandi. Að úthýsa ferðalöngum, gestum og þurfandi fólki, að neita um skjól eða ætan bita og að sýna nísku þótti meðal verstu glæpa. Þetta má lesa úr fjölda sagna um fólk sem varð úti eftir að hafa verið úthýst eða neitað um húsaskjól.
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp hjá Byggðasafni Skagfirðinga að þegar lögheimilisíbúar Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar kaupa sér aðgangsmiða á safnið í Glaumbæ gildir miðinn í eitt ár frá kaupum hans óháð fjölda heimsókna.
Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur styrki úr Húsafriðunarsjóði og Fornminjasjóði fyrir árið 2019. Húsafriðurnarsjóður úthlutaði Byggðasafninu alls 2,6 milljónir króna og Fornminjasjóður 800 þúsund krónur.
Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur alls 4 milljónir króna úr safnasjóði fyrir árið 2019. Tilkynnt var um úthlutunina fyrir helgi að Mennta- og menningarmálaráðherra hafi úthlutað alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði, að fenginni umsögn safnaráðs. Tilgangur sjóðsins er að efla starfsemi safna í landinu.
Það þarf ekki að fara langt til að hafa það skemmtilegt í vetrarfríinu. Á fimmtudaginn 7. mars nk. verður sannkallað fjölskyldufjör hjá Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, í tilefni af vetrarfríi Grunnskólanna í Skagafirði. Farið verður í ratleik um safnasvæðið, völuspá verður í gamla bænum og sýndarveruleikasýningin „Menning, tunga og tímagöng til 1918“ verður í Gilsstofu.
Þorrinn er genginn í garð, margir stefna á að fara á þorrablót og því ekki úr vegi að fjalla örstutt um tímabilið. Í forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar, og hefst hann á föstudegi í 13. viku vetrar, nú á bilinu 19-25. janúar. Þann dag þekkjum við flest undir heitinu bóndadagur. Heiti mánaðarins þekkist í heimildum a.m.k. frá 12. öld en óvíst er um uppruna orðsins
Hefur þú velt því fyrir þér hvernig fólk brást við þegar veikindi og slys bar að garði fyrr á öldum? Læknisfræði hefur fleygt fram síðustu áratugi og nú finnst okkur sjálfsagt að hafa aðgang að lækni í nágrenninu þegar eitthvað bjátar á, en fram á síðari hluta 19. aldar voru sjö læknisembætti á Íslandi, auk landlæknis. Fyrir þann tíma þurftu flestir að reiða sig á eigið hugvit, alþýðuvisku og húsráð, sjálfmenntaða menn og „skottulækna“ til að bjarga lífi og limum.
Nú þegar daginn er tekið að stytta er ekki lengur opið á föstum opnunartíma í safninu. Við færum gestum okkar hjartans þakkir fyrir komuna í Glaumbæ og Víðimýri í sumar. Það sem af er ári hafa alls 42.128 manns lagt leið sína á báða viðkomustaði, 37.933 í Glaumbæ og 4.195 í Víðimýri.