09.10.2018
Nýjar vefsýningar á Sarpur.is
Á sýningum og í geymslum Byggðasafns Skagfirðinga kennir ýmissa grasa, þar er m.a. að finna marga listilega útskorna gripi, innanstokksmuni sem og nytjahluti. Byggðasafn Skagfirðinga hefur nú birt tvær vefsýningar á menningarsögulega gagnasafninu Sarpi, annars vegar sýningu um útskurð og hins vegar um kistur.