14.11.2022
Ásta nýr deildarstjóri fornleifadeildar
Ásta Hermannsdóttir fornleifafræðingur hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Undanfarin ár hefur Ásta starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar og miðlunar hjá Minjastofnun Íslands. Ásta bjó í eitt ár í Skagafirði, 2019-2020, og var þá með starfsstöð á skrifstofu Minjastofnunar í Villa Nova á Sauðárkróki, og kynntist því góða samfélagi sem í Skagafirði er.