Í gær fór hluti starfsfólks Byggðasafnsins á námskeiðið "Þjóðbúningafræðsla fyrir safnafólk; fatnaður, skart og uppsetning" ásamt starfsfólki frá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna, Heimilisiðnaðarsafninu og Safnasafninu. Leiðbeinendur voru Hildur og Ási í Annríki.
Þökkum góðar viðtökur á barnabókum safnsins, Vetrar- og Sumardegi í Glaumbæ, á bókahátíðinni í Hörpu um helgina! Það var frábært að finna hve mörg höfðu áhuga á bókinni og safninu og skemmtilegt að fá að taka þátt í þessum viðburði.