Það styttist í afmælishátíðina og við erum að verða afar spennt! Safnsvæðið verður fullt af fjöri og skemmtun fyrir allan aldur frá kl. 14:00 - 17:00. / The 75th anniversary of the museum is coming up and we are getting very excited! The museum area will be full of fun activities, that honour our local heritage, for all to enjoy between 14:00 - 17:00.
Byggðasafn Skagfirðinga býður gesti velkomna í Glaumbæ á alþjóðlega safnadeginum 18. maí, kl. 10 - 16. Í tilefni dagsins verður frítt að koma á safnið og í boði verður að spreyta sig á Byggðasafnsbingóinu. Þema Alþjóðlega safnadagsins árið 2023 er „Söfn, sjálfbærni og vellíðan“. Torfhús og lifnaðarhættir fyrri alda eru glimrandi gott dæmi um sjálfbæra lifnaðarhætti og safnverðirnir okkar verða á staðnum til að fræða áhugasama.