Eins og undanfarin sumur hafa starfsmenn Fornleifadeildar aðstoðað byggðasöguritara við rannsóknir og skráningar forn- og eyðibýla. Þessi mynd er tekin úr flygildi (dróna) sem tekinn var í notkun í sumar. Þetta er Tjarnarkot í Sléttuhlíð. |
|
| Samtals 25 manns komu að Skagfirsku kirkjurannsóknninni (ScASS) á þessu sumri og unnu við fornleifauppgröft í Keflavík og fornleifarannsóknir og -skráningar í Hegranesi. Einnig hafa verið skráðar fornleifar í Hrolleifsdal, Flókadal, Jökuldal og á Héraði. Þeir ellefu starfsmenn sem voru við móttöku gesta höfðu þann 31. ágúst tekið á móti samtals 39.218 gestum, 2.279 í Minjahúsinu og 36.939 í Glaumbæ. Fjölgað hefur um 3.877 gesti á milli ára í Glaumbæ, miðað við sama dag í fyrra, en þeim hefur hinsvegar fækkað í Minjahúsinu og munar þar um að 1.330 færri leituðu upplýsinga þar, nú í sumar, miðað við í fyrra. |
Minjahúsvöktum er lokið þetta sumarið en opnað er ef óskað er eftir því.
Í Glaumbæ verður opið alla daga til 20. september, milli 9 og 18. Frá 21. september til 23. október verður gamli bærinn í Glaumbæ opinn milli 10 og 16 alla virka daga.
Áskaffi verður opið alla daga til 15. september, milli 11 og 17.
Eins og undanfarin sumur hafa starfsmenn Fornleifadeildar aðstoðað byggðasöguritara við rannsóknir og skráningar forn- og eyðibýla. Þessi mynd er tekin úr flygildi (dróna) sem tekinn var í notkun í sumar. Þetta er Tjarnarkot í Sléttuhlíð.