Skip to content
17.02.2017

Torfhleðslunámskeið - Turf building course

Það verður haldið torfhleðslunámskeið á Tyrfingsstöðum 26.-28. maí 2017. Námskeiðið er þriggja daga og verður áhersla lögð á torfhleðslu, -skurð og stungu. Á námskeiðinu verður gert við veggi hesthússins "suður og niður". Kennari verður Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf. Innifalið: áhöld, efni og léttur hádegiverður. Verð er 50.000 kr. og við minnum á að fjölmörg stéttarfélög veita styrki fyrir námskeiðskostnaði. Frekari upplýsingar fást hjá Bryndísi Zoëga, bryndisz@skagafjordur.is.
03.01.2017

Námskeið í torfhleðslu / seminar in turf building

Við stefnum að því að vera með námskeið í torfhleðslu um mánaðarmótin maí/júní. Dagsetning og nákvæmara fyrirkomulag verður auglýst bráðlega. Fyrir frekari upplýsingar má hafa samband við Bryndísi á netfangið bryndisz@skagafjordur.is eða í síma 860-2926. We are planning on having a seminar in building with turf by the end of May or beginning of June. Exact dates and further information will be posted soon. If you have any questions please contact Bryndís bryndisz@skagafjordurs.is.
18.05.2016

Torfhleðslunámskeið aflýst

Torfhleðslunámskeiði sem átti að vera á Tyrfingsstöðum dagana 30. maí - 2. júní. hefur verið aflýst vegna ónógrar þátttöku. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um næsta námskeið en það verður auglýst á heimasíðunni.
11.04.2016

Torfhleðslunámskeið

Torfhleðslunámskeið verður haldið á Tyrfingsstöðum í Skagafirði daga 30. maí-2. júní. Námskeiðsgjald er sem fyrr 65.000 kr. og kennari Helgi Sigurðsson hjá Fornverki ehf. Nánari upplýsingar má finna hér á síðunni undir Námskeiðin eða hjá Bryndísi í síma 8602926 eða á netfangið bryndisz@skagafjordur.is
21.12.2015

Jólakveðja

10.07.2015

Námskeið í torfhleðslu- og grindasmíði

Námskeið verður í torfhleðslu- og grindasmíði á Tyrfingsstöðum í Skagafirði 7.-10. september 2015. Allar nánari upplýsingar má fá hér eða hjá Bryndísi í síma 860 2926 eða á netfangið bryndisz@skagafjordur.is.
25.06.2015

Fornverkaskólinn fær styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups veitti Fornverkaskólanum 300.000 kr. styrk til þess að halda námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í haust.
29.05.2015

Fornverkaskólinn hlýtur styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Fornverkaskólinn fékk 300.000 kr. til námskeiðahalds á Tyrfingsstöðum úr Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra á dögunum. Með tilkomu styrksins er tryggt að hægt verður að halda námskeið í Torfhleðslu og grindasmíði á þessu ári. Námskeiðið verður haldið 7. -10. september 2015. Nánari upplýsingar um námskeiðið eru hér.