Skip to content

Ársskýrsla Fornverkaskólans

Þá er Ársskýrsla Fornverkaskólans fyrir árið 2014 komin á netið. Þrátt fyrir að starfsemin hafi verið á lágmarki á árinu hefur ýmislegt gerst sem dæmi má nefna torfhleðslunámskeið á Tyrfinsstöðum og námskeið í vefnaði á kljásteinavefstað í Auðunarstofu á Hólum. Óvíst er með fjármögnun nú í ár en við bíðum svara við styrkumsóknum. Því hafa ekki verið teknar neinar ákvarðanir um námskeiðahald enn sem komið er. Allar upplýsingar um námskeið og aðra starfsemi eru birtar hér á heimasíðunni og svo hvetjum við ykkur til að fylgjast með Fornverkaskólanum á Facebook.