Skip to content

Fornverkaskólinn fær styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups

Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar stofnanda Hagkaups veitti Fornverkaskólanum 300.000 kr. styrk til þess að halda námskeið í torfhleðslu á Tyrfingsstöðum í haust. Á heimasíðu sjóðsins er sagt að markmið með sjóðnum sé "að auka almenna þekkingu á íslenskri náttúru svo að umgengni okkar og nýting á verðmætum hennar geti í ríkari mæli einkennst af virðingu og skynsemi. Samhliða er leitast við að bæta tengsl Íslendinga við náttúru landsins og efla með því gott hugarfar, mannlíf og atvinnustarfsemi í sátt við umhverfið." Sjá nánar á heimasíðu sjóðsins www.natturuverndarsjodur.is