Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi safnstjóri Byggðasafn Skagfirðinga, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum á nýársdag fyrir framlag sitt til varðveislu torfbæja og annarra menningarminja.
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þökkum gestum, samstarfsfólki og velunnurum fyrir árið sem er að líða. Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga hefur haft í nógu að snúast, en safnið tók á móti 65.017 manns á árinu, þar af 61.126 í Glaumbæ og 3.891 í Víðimýrarkirkju.