Fara í efni

Víðimýrarkirkjuvarsla

Víðimýrarkirkja-Ljósm.SSÞjóðminjasafn Íslands hefur samið við Byggðasafn Skagfirðinga um að það taki við staðarvörslu á Víðimýri. 

Víðimýrarkirkja er menningarsöguleg bygging og er í húsasafni Þjóðminjasafnsins. Hún er jafnframt sóknarkirkja. Kirkjan er ein af mestu djásnum Skagafjarðar frá gamalli tíð. Í staðarvörslunni felast gæsla og gestamóttaka, umhirða og rekstur kirkju og annarra húsa á staðnum. Þ.m.t. þjónustuhúsa við bílaplan.

Byggðasafnið hefur leyst staðarverði á Víðimýri af við gæslu og gestamóttöku á undanförnum árum og það lag mun haldast en frá og með 1. júní 2016 verður staðarvörður á Víðimýri, Einar Örn Einarsson, starfsmaður Byggðasafnsins.

Víðimýrarkirkja er opin 9-18 alla daga 1.6.-31.8.