Fara í efni

Uppgröftur hafinn á Höfnum á Skaga

Fyrsti dagur ársins í björgunarrannsókn á Höfnum sem styrktur er af Fornminjasjóði. Veðrið fór óblíðum höndum um starfsfólkið en dagurinn einkenndist af hávaðaroki og slyddu á köflum. Við leyfum ykkur að fylgjast með gangi mála næstu vikurnar á samfélagsmiðlum safnins Facebook og Instagram en við vonum að óveðrið þessa vikuna boði einmunablíðu í framhaldinu.