Fara í efni

Styrkir úr Fornminjasjóði og Safnasjóði

Byggðasafn Skagfirðinga fær styrki til þriggja verkefna úr Fornminjasjóði á þessu ári.
1. millj. kr. koma til 1. áfanga rannsókna á strandminjum við vestanverðan Skagafjörð, 3. millj. kr. til 3. áfanga Skagfirsku kirkjurannsóknarinnar, sem felst m.a. í uppgreftri kirkjugarðs í Keflavík í Hegranesi og 1 millj kr. til 7. áfanga byggðasögurannsókna í eyðibyggðum og afdölum Skagafjarðar.

Safnið fær 3 millj. kr. úr Safnasjóði. 1 millj.kr. til reksturs, 1 millj. kr. til munaljósmyndunar og 1 millj. kr. til skráninga f. Tyrfingsstaðaverkefnið.